Tekjur af útfluttri þjónustu á árinu 2020 námu 378,9 milljörðum króna en útgjöld vegna innfluttrar þjónustu 309,8 milljörðum króna. Fyrir vikið var þjónustujöfnuður við útlönd jákvæður um 69,1 milljarð króna samanborið við jákvæðan jöfnuð um 261,4 milljarða árið 2019 á gengi hvors árs.

Útflutningstekjur af ferðalögum dragast saman um 74% milli ára
Verðmæti þjónustuútflutnings árið 2020 var 318,2 milljörðum króna lægra samanborið við árið 2019 eða 46% á gengi hvors árs. Í útflutningi á þjónstu gætti áhrifa kórónuveirufaraldurins lang mest á tekjur af ferðalögum og tekjum af samgögnum og flutningum. Útflutningstekjur af ferðalögum námu 86,7 milljörðum árið 2020 og drógust saman um 74% samanborðið við árið 2019. Útflutningstekjur af samgöngum og flutningum námu 91,6 milljörðum árið 2020 og drógust saman um 53% samanborið við árið 2019. Samdrátturinn á þjónustuútflutningi vegna samgangna og flutninga má að stærstum hlutar rekja til samdráttar í verðmæti útflutnings af farþegaflutningum með flugi sem drógust saman um 81% á milli ára.

Á móti kom að útflutningstekjur af notkun hugverka og af annarri viðskiptaþjónustu jukust nokkuð á milli ára. Útflutningstekjur af notkun hugverka og tekjufærslur innan alþjóðlegra fyrirtækja námu 51,7 milljörðum árið 2020 og jukust þær tekjur um 48% á milli ára. Þessa aukningu á útflutningstekjum má rekja til vaxandi tekna í lyfjaiðnaði. Útflutningstekjur af annarri viðskiptaþjónustu námu 64,6 milljörðum árið 2020 og jukust um 34% á milli ára. Má einkum rekja þá aukningu til aukinna útflutningstekna af rannsókna- og þróunarþjónustu og sölutengdri þjónustu.

Bandaríkin voru stærsta einstaka viðskiptaland í þjónustuútflutningi á árinu 2020 og námu útflutningstekjurnar 76,7 milljörðum árið 2020. Útflutningurinn á þjónustu til Bandaríkjanna dróst saman á milli áranna 2019 og 2020 um 63% á gengi hvors árs. Stærsta skýringin á þessum samdrætti er fækkun bandarískra ferðamanna á Íslandi á árinu 2020. Á sama tíma námu tekjur frá ríkjum Evrópusambandsins um 162,5 milljörðum króna og drógust þær saman um 49%. Að hluta til má rekja þennan samdrátt til þess að Bretland var hluti af ESB árið 2019 en ekki árið 2020. Útflutningstekjur frá Bretlandi námu einmitt 48,5 milljörðum árið 2020 og drógust saman um 42% á milli ára. Útflutningur til EFTA-landanna dróst einnig saman á milli ára eða um 29% og námu útflutningstekjurnar 23,7 milljörðum.

Innflutningur á þjónustu dregst saman um 29% milli ára
Árið 2020 var verðmæti þjónustuinnflutnings 125,9 milljörðum króna lægra en árið 2019 eða 29% á gengi hvors árs. Eins og í útflutningi á þjónustu gætti áhrifa kórónuveirufaraldurins í innflutningi á þjónstu helst á annars vegar útgjöld vegna ferðalaga og hins vegar vegna samgangna og flutninga. Útgjöld vegna ferðalaga námu 70,8 milljörðum árið 2020 og drógust saman um 62% samanborðið við árið 2019. Útgjöld vegna samgangna og flutninga námu 60,8 milljörðum árið 2020 og drógust saman um 27% samanborið við árið áður.

Samdrátturinn á þjónustuinnflutningi vegna samgangna og flutninga má rekja til samdráttar í verðmæti innflutnings af farþegaflutningum með flugi sem dróst saman um 84% á milli ára og samdráttar í verðmæti innflutnings af annarri þjónustu tengdri flugsamgöngnum sem dróst saman um 48% á milli ára. Útgjöld vegna annarrar viðskiptaþjónustu námu 76,1 milljarði árið 2020 jukust um 17% samanborið við árið á undan. Þessa aukningu á útgjöldum vegna annarrar viðskiptaþjónustu má að mestu rekja til aukningar á útgjöldum vegna rannsókna- og þróunarþjónustu.

Stærstu viðskiptalönd í þjónustuinnflutningi voru Bandaríkin og Bretland. Á milli ára nam samdráttur í innflutningi á þjónustu frá Bandaríkjunum 35% á meðan samdrátturinn frá Bretlandi nam 43% á gengi hvors árs. Þjónustuinnflutningur frá ríkjum ESB nam 162,5 milljörðum og dróst hann saman um 45% á milli ára. Þess ber þó aftur að geta að hluta af þessum samdrætti má rekja til þess að Bretland var hluti af ESB árið 2019 en ekki árið 2020.

Töflur með ítarlegri sundurliðun þjónustuflokka og landaskiptingu eru birtar á vef Hagstofunnar.

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu eftir þjónustuflokkum (milljarðar króna)
  2019 2020 Breyting, %
  Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur
Þjónusta alls 697,1 435,7378,9 309,8 -46 -29
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara0,00,00,00,000
2. Viðgerðir og viðhald ót.a.6,919,75,811,4-15-42
3. Samgöngur og flutningar196,883,591,660,8-53-27
4. Ferðalög330,4185,186,770,8-74-62
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð5,33,75,65,9558
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta1,62,21,82,213-2
7. Fjármálaþjónusta14,45,216,36,81330
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a.35,012,551,79,848-22
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta50,040,047,044,5-611
10. Önnur viðskiptaþjónusta48,265,064,676,13417
11. Menningar, afþreyingar og persónuleg þjónusta6,116,35,219,3-1518
12. Opinber þjónusta ót.a.2,52,42,62,23-7

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu eftir markaðssvæðum (milljarðar króna)
  2019 2020 Breyting á milli ára, %
  Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur
Þjónusta alls697,1 435,7378,9 309,8 -46 -29
ESB1308,8296,6158,9162,5-49-45
Þýskaland44,521,630,514,6-31-32
Danmörk22,724,018,020,5-20-15
Spánn13,434,13,610,7-73-69
Holland20,533,514,532,5-29-3
EFTA33,226,623,725,3-29-5
Önnur Evrópulönd210,412,256,149,5437306
Bretland83,164,048,536,6-42-43
Bandaríkin207,065,976,742,8-63-35
Asía68,217,930,314,9-56-17
1 Árið 2019 er Bretland hluti af ESB en ekki árið 2020.
2Árið 2020 er Bretland hluti af önnur Evrópulönd en ekki árið 2019.

Talnaefni