FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 31. MARS 2006


Vöruskiptajöfnuður

Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 14,8 milljarða króna og inn fyrir 22,0 milljarða króna fob. Vöruskiptin í febrúar voru því óhagstæð um 7,2 milljarða króna en í febrúar árið áður voru þau óhagstæð um 4,8 milljarða króna á föstu gengi¹.

Fyrstu tvo mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 28,9 milljarða króna en inn fyrir 47,5 milljarða króna fob. Halli var á vöruskiptunum við útlönd sem nam 18,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 9,1 milljarð á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 9,5 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Útflutningur
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu tvo mánuði ársins var 0,2 milljörðum eða 0,8% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 59% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,5% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 36% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 4,4% minna en árið áður.
 
Innflutningur
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu tvo mánuði ársins var 9,7 milljörðum eða 25,6% meira á föstu gengi¹ en árið áður. Mest varð aukning í innflutningi á hrá- og rekstrarvöru og fjárfestingavöru. Á móti kom samdráttur í innflutningi flugvéla.

Vöruskiptin við útlönd janúar–febrúar 2006
Millj. kr á gengi ársins 2006 Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, %  Janúar-febrúar
Febrúar  Janúar-febrúar
  2005 2006 2005 2006
Útflutningur alls fob 15.860 14.845 28.718 28.934 0,8
Innflutningur alls fob 20.626 22.037 37.808 47.493 25,6
Vöruskiptajöfnuður -4.766 -7.192 -9.091 -18.559 ·

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–febrúar  2005 og 2006
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.- feb.
Febrúar Janúar-febrúar
  2005 2006 2005 2006
Útflutningur alls fob 16.478,1 14.845,1 30.550,7 28.934,3 0,8
Sjávarafurðir 10.044,7 9.028,7 17.418,4 16.943,4 3,5
Landbúnaðarvörur 323,8 345,5 776,1 819,2 12,3
Iðnaðarvörur 5.905,8 5.163,3 11.722,5 10.537,6 -4,4
Aðrar vörur 203,7 307,5 633,8 634,1 6,4
Innflutningur alls fob 21.430,0 22.037,3 40.221,7 47.493,2 25,6
Matvörur og drykkjarvörur 1.331,1 1.445,7 2.723,8 2.655,4 3,7
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 4.855,0 6.335,4 8.787,0 13.336,3 61,5
Eldsneyti og smurolíur 1.246,4 554,9 3.838,4 3.233,9 -10,4
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 4.283,7 5.738,5 7.878,3 12.430,3 67,9
Flutningatæki 6.095,0 4.090,2 10.602,1 8.818,1 -11,5
Neysluvörur ót.a. 3.599,1 3.855,7 6.342,5 6.971,1 16,9
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 19,7 16,8 49,6 48,1 3,2
Vöruskiptajöfnuður -4.951,8 -7.192,2 -9.671,0 -18.558,9 ·

¹ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 6,0% lægra mánuðina janúar–febrúar 2006 en sömu mánuði fyrra árs.
Í febrúar 2006 var meðalverð erlends gjaldeyris 3,8% lægra en í febrúar árið áður.

Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.