FRÉTT VINNUMARKAÐUR 05. OKTÓBER 2020

Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um 3 þúsund á þriðja ársfjórðungi 2020 samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru um 204.400 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því 1,5%.

Samanburður við þriðja ársfjórðung 2019 sýnir að lausum störfum hefur fækkað um 1.500 á milli ára um leið og hlutfall lausra starfa lækkaði um 0,4 prósentustig. Mannaðar stöður eru nú 32.700 færri en á þriðja ársfjórðungi 2019.

Borið saman við annan ársfjórðung 2020 fjölgaði lausum störfum um 400. Fjöldi mannaðra starfa jókst um 5.700 störf á milli ársfjórðunga og hlutfall lausra starfa hækkaði um 0,2 prósentustig.

Niðurstöður starfaskráningar á þriðja ársfjórðungi 2020 
Mæling Gildi1 Staðalvilla2 Neðri mörk3 Efri mörk3
Fjöldi lausra starfa 3.000 500 2.100 4.000
Fjöldi starfa 204.400 6.800 191.000 217.700
Hlutfall lausra starfa 1,5 0,2 1 1,9

1 Tölur eru námundaðar að næsta hundraði.
2 Staðalvilla mælingar vísar til breytileika í mælingu á milli úrtaka.
3 Neðri og efri vikmörk mælinga vísa til spannar öryggisbilsins í kringum meðaltalið. Í endurteknum úrtökum mun þýðistalan falla innan öryggisbilsins í 95% tilvika.

Um gögnin
Starfaskráning Hagstofu Íslands er ársfjórðungsleg úrtaksrannsókn á meðal íslenskra lögaðila. Þýðið nær til allra lögaðila á íslenskum vinnumarkaði sem eru að meðaltali með fleiri en einn starfsmann í vinnu á ársgrundvelli. Valið er í úrtak einu sinni á ári í byrjun hvers árs á grundvelli fyrirtækjaskrár ársins á undan. Viðmiðunardagur starfaskráningar fyrir þriðja ársfjórðung 2020 var 15. ágúst og svarhlutfall var 97%.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1284 , netfang kannanir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.