FRÉTT VINNUMARKAÐUR 01. NÓVEMBER 2018

Á þriðja ársfjórðungi 2018 voru að jafnaði 206.700 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 202.200 starfandi og 4.500 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka var 82,4%, hlutfall starfandi 80,6% en atvinnuleysi 2,2%. Atvinnulausar konur voru 2.200 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 2,3%. Atvinnulausir karlar voru 2.300 eða 2,0%. Atvinnuleysi var 2,5% á höfuðborgarsvæðinu og 1,5% utan þess. Samanborið við þriðja ársfjórðung 2017 fjölgaði starfandi fólki um 7.900 og hlutfall starfandi af mannfjölda jókst um 0,4 prósentustig. Fjöldi atvinnulausra jókst lítillega á milli ára eða rétt um 200 manns en hlutfall þeirra af vinnuafli stóð í stað.

Vinnutími
Á þriðja ársfjórðungi 2018 voru að jafnaði 167.400 manns við vinnu í hverri viku ársfjórðungsins eða 82,8% starfandi fólks og 66,7% af heildarmannfjölda 16–74 ára. Meðalfjöldi heildarvinnustunda á viku voru 41,1 klukkustund hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 45,3 klukkustundir hjá þeim sem voru í fullu starfi og 25,0 klukkustundir hjá þeim sem voru í hlutastarfi.

Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1284 , netfang kannanir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.