FRÉTT VÍSINDI OG TÆKNI 15. JANÚAR 2018

Árið 2017 notuðu 79% fyrirtækja* á Íslandi samfélagsmiðla. Það er hæsta hlutfall í Evrópu, en samfélagsmiðlar voru notaðir af 47% fyrirtækja* í Evrópusambandsríkjunum 28 að meðaltali. Samfélagsmiðlar eru flokkaðir eftir tegund miðils og á Íslandi eru 77% fyrirtækja með samskiptasíður, 17% með vefsíður til að deila margmiðlunarefni, 16% með bloggsíður/tilkynningasíður og 3% með wiki-síður. Þá eru 82% fyrirtækja á íslandi með eigin vef, en 63% eru hvort tveggja með eigin vef og á samfélagsmiðlum.

Í nóvember birti Hagstofa Íslands niðurstöður úr upplýsingatæknirannsókn sinni frá árinu 2017, en Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) hefur nú gefið út niðurstöður allra þeirra landa sem gerðu rannsóknina á síðasta ári. Töflu um notkun fyrirtækja á samfélagsmiðlum og fjölda fyrirtækja með eigin vef í Evrópu má nú finna á vef Hagstofunnar, ásamt hlekk í töflur Eurostat.

 

*Hér er um að ræða fyrirtæki með að lágmarki 10 starfsmenn en eftirfarandi atvinnugreinar eru undanskildar (skv. ÍSAT-atvinnugreinaflokkuninni): Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar (ÍSAT 01–03); námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu (ÍSAT 05–09); opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar (ÍSAT 84); fræðslustarfsemi (ÍSAT 85); heilbrigðisþjónusta (ÍSAT 86); umönnun á dvalarheimilum og félagsþjónusta án dvalar á stofnun (ÍSAT 87–88); menningar-, íþrótta- og tómstundastafsemi (ÍSAT 90–93); félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi (ÍSAT 94–96).

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.