Fréttasafn Útgáfur 20. DESEMBER 2006

Út er komið hefti Hagtíðinda í efnisflokknum Laun, tekjur og vinnumarkaður þar sem birtar eru niðurstöður vísitölu launakostnaðar fyrir tímabilið 1998 til 2006.

Vísitala launakostnaðar sýnir tvöföldun heildarlaunakostnaðar á vinnustund á tímabilinu frá fyrsta ársfjórðungi 1998 til þriðja ársfjórðungs 2006. Annar launakostnaður hækkaði meira en heildarlaun og skýrist það af hækkunum tryggingargjalds og lífeyrissjóðsgreiðslna.

Þetta er niðurstaða ársfjórðungslegrar vísitölu launakostnaðar sem er hluti af evrópskri hagskýrslugerð og birtist nú í fyrsta sinn hérlendis. Vísitala launakostnaðar sýnir breytingu launakostnaðar á vinnustund.

Vísitala launakostnaðar 1998–2006 – Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.