Fjármál hins opinbera 2010, bráðabirgðauppgjör


  • Hagtíðindi
  • 14. mars 2011
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 120 milljarða króna árið 2010, eða 7,8% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 149 milljarða króna árið 2009 eða 10% af landsframleiðslu. Hagstæðari afkoma 2010 skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum, en skatttekjur og tryggingagjöld jukust um 49 milljarða milli ára á sama tíma og aðrar tekjur drógust saman um 13 milljarða króna. [Athugið: Þetta er leiðrétt útgáfa af heftinu birt 17. mars 2011.]

Til baka