Rannsókn á áhrifum starfsaldurs og menntunar á launavísitölu


  • Hagtíðindi
  • 10. desember 2019
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Í þessari greinargerð er greint frá helstu niðurstöðum rannsóknar á því hvort hækkandi starfsaldur og aukin menntun hafi áhrif á þróun launavísitölu Hagstofu Íslands. Rannsóknin er gerð í kjölfar úttektar á launavísitölu sem fór fram haustið 2018. Úttektin var á vegum nefndar um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga sem skipuð var af forsætisráðherra og kom til vegna gagnrýni á útreikningum launavísitölu. Í því sambandi var bent á að launavísitalan ofmeti launabreytingar þar sem útreikningur hennar byggir á pöruðum samanburði. Hann felur í sér að mæl er breyting launa á milli samliggjandi tímapunkta hjá fastri einingu sem er algeng aðferð við gæðaleiðréttingar verðvísitalna.

Til baka