Landsframleiðslan 2010


  • Hagtíðindi
  • 08. mars 2011
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 3,5% á árinu 2010 samkvæmt áætlun Hagstofu Íslands. Þetta er verulega minni samdráttur en árið 2009 þegar hann nam 6,9%. Samdrátturinn síðastliðin tvö ár kemur í kjölfar samfellds hagvaxtar frá og með árinu 1993. Samdráttur þjóðarútgjalda á árinu 2010 varð nokkru minni en samdráttur landsframleiðslu, eða 2,5%. Jákvæð þróun vöru- og þjónustuviðskipta auk nánast óbreytts halla á launa- og fjáreignatekjum frá útlöndum olli því að nokkuð dró úr viðskiptahalla.

Til baka