Þjóðhagsspá að vetri 2019


  • Hagtíðindi
  • 01. nóvember 2019
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2% í ár vegna minni innlendrar eftirspurnar og lækkunar útflutnings. Árið 2020 er reiknað með hóflegum bata og að verg landsframleiðsla vaxi um 1,7% þar sem þjóðarútgjöld aukast á ný. Reiknað er með að hagvöxtur verði á bilinu 2,5-2,7% það sem eftir lifir spátímans.

Til baka