- Hagtíðindi
 
              
              
    	      - 22. febrúar 2019
 
    	      
              - ISSN: 1670-4770
 
              
              
	      
              - 
		Skoða PDF
              
 
              
            
	   
          
          Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 1,7% í ár. Það er nokkuð minni aukning miðað við meðalvöxt síðustu fimm ára sem er um 4,4%. Verri horfur í ár má meðal annars rekja til minni útflutnings, en reiknað er með tæplega 3% aukningu þjóðarútgjalda. Næstu ár er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði á bilinu 2,5-2,8%.