Vinnumarkaður 1991-2009


  • Hagtíðindi
  • 04. maí 2010
  • ISSN: 1670-4509

  • Skoða PDF
Á árinu 2009 voru 180.900 á vinnumarkaði. Af þeim voru 167.800 starfandi en 13.100 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 80,9%, hlutfall starfandi 75,1% og atvinnuleysi var 7,2%. Á árunum 1991 til 2009 hélst atvinnuþátttaka nokkuð stöðug á bilinu 80,7% til 83,6%. Síðan reglulegar mælingar Hagstofunnar hófust árið 1991 hefur hlutfall starfandi aldrei mælst minna og atvinnuleysi meira en árið 2009. Mest atvinnuleysi fram að því var á árunum 1992 til 1995 eða á bilinu 4,3% til 5,3%.

Til baka