Fréttir og tilkynningar

26 Nóv
26. nóvember 2021

Sjúkrahúsrýmum fjölgaði 2020

Sjúkrahúsrýmum fjölgaði um 30 á milli áranna 2019 og 2020 eða úr 1.009 í 1.039. Þá voru 283,5 sjúkrarými á 100.000 íbúa árið 2020 en höfðu verið 279,8 árið 2019. Fjöldi endurhæfinga-, hjúkrunar- og geðrýma breyttist lítið á milli ára. Talnaefni hefur verið uppfært.

25 Nóv
25. nóvember 2021

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,35% á milli mánaða

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2021, er 513,0 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,35% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 432,5 stig og hækkar um 0,16% frá október 2021.

25 Nóv
25. nóvember 2021

Atvinnuleysi var 5,7% í október

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 5,7% í október 2021 samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,8% og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 75,2%. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 2,2 prósentustig á milli mánaða á meðan árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi dróst saman um 1,3 prósentustig.

25 Nóv
25. nóvember 2021

Þjónustujöfnuður jákvæður um 60,3 milljarða á þriðja ársfjórðungi

Þjónustuútflutningur var áætlaður 164,1 milljarður króna á þriðja ársfjórðungi 2021 en þjónustuinnflutningur 103,8 milljarðar. Þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 60,3 milljarða króna en var jákvæður um 19,9 milljarða á sama tíma árið áður. Á tólf mánaða tímabili, frá október 2020 til september 2021, var þjónustujöfnuður jákvæður um 100,6 milljarða króna en var jákvæður um 105,1 milljarð seinustu tólf mánuði þar á undan.

Lykiltölur

-

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í Sæki vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar...

-

Launavísitala í Sæki launavísitölu...

-

Byggingarvísitala í Sæki byggingarvísitölu...

-

Vísitala framleiðsluverðs í Sæki vísitölu framleiðsluverðs...

-

Mannfjöldi 1. janúar Sæki mannfjölda...

- %

Hagvöxtur Sæki hagvöxt...

- %

Atvinnuleysi í Sæki atvinnuleysi...

- %

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs Sæki verðbólgu, 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs...

Myndrit

Andartak...
Andartak...
Andartak...
Andartak...

Birtingaráætlun

  • 29. nóvember 2021 Aflaverðmæti á 3. ársfjórðungi 2021
  • 29. nóvember 2021 Efnisflæðireikningar uppfærðir til 2020
  • 30. nóvember 2021 Þjóðhagsspá að vetri
  • 30. nóvember 2021 Vöruviðskipti, janúar-október 2021
  • 30. nóvember 2021 Þjóðhagsreikningar á 3. ársfjórðungi 2021
  • 30. nóvember 2021 Gistinætur í október 2021
  • 01. desember 2021 Losunarbókhald uppfært til september 2021
  • 02. desember 2021 Framleiðsla í landbúnaði í október 2021
  • 02. desember 2021 Áfengisneysla 2020