Starfandi einstaklingum í desember fjölgaði um 5,6% á milli ára
Alls voru tæplega 211.100 einstaklingar starfandi á íslenskum vinnumarkaði í desember 2022 samkvæmt skrám. Þar af voru um 111.900 karlar og um 99.100 konur. Starfandi einstaklingum fjölgaði um tæplega 11.200 á milli ára sem samsvarar 5,6% fjölgun. Talnaefni hefur verið uppfært.