Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júní 2022 hækkar um 1,41% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,8%.
Vísitala framleiðsluverðs í maí 2022 lækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Framleiðsluverð sjávarafurða hækkaði um 1,3% en framleiðsluverð stóriðju lækkaði um 4,8%. Framleiðsluverð á matvælum hækkaði um 0,9%. Talnaefni hefur verið uppfært.
Horfur eru á að hagvöxtur verði 5,1% í ár og 2,9% árið 2023. Verg landsframleiðsla jókst um 8,6% á fyrsta ársfjórðungi. Innlend eftirspurn hefur reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hefur aukist.
Um 12,5% fólks 35-44 ára neituðu sér um tannlæknaþjónustu 2021 vegna kostnaðar. Hlutfallið var 6,9% þegar horft er til allra á landinu. Rúmlega 12% þeirra sem bjuggu í dreifbýli 2021 voru undir lágtekjumörkum en 8,1% á höfuðborgarsvæðinu. Þessar niðurstöður og fleiri má sjá í nýuppfærðum bráðabirgðatölum úr Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands.