Heildarafli árið 2020 var rúm ein milljón tonn
Heildarafli ársins 2020 var 1.021 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatölum sem er 3% minna en árið 2019. Rúmlega helmingur aflans var uppsjávarafli, þar af var kolmunni 244 þúsund tonn, makríll 152 þúsund tonn og síld 134 þúsund tonn. Engin loðna veiddist árin 2019 og 2020.