Fréttir og tilkynningar

25 Jan
25. janúar 2023

Atvinnuleysi 3,3% í desember

Atvinnuleysi var 3,3% í desember 2022 samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,8% og hlutfall starfandi 77,2%. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi lækkaði um 1,6 prósentustig á milli mánaða og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi dróst saman um 0,4 prósentustig. Leitni árstíðaleiðrétts atvinnuleysis var stöðug í 3,8% síðustu sex mánuði á meðan leitni hlutfalls starfandi jókst um 0,5 prósentustig.

25 Jan
25. janúar 2023

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 1,9%

Vísitala byggingarkostnaðar í janúar 2023 hækkar um 1,9% frá fyrri mánuði. Kostnaður við innflutt efni jókst um 0,9% og innlent efni um 1,2%. Launakostnaður eykst um 3,2% og má rekja hækkunina til launahækkana í nýgerðum kjarasamningum. Kostnaður við vélar, flutning og orkunotkun eykst um 2,4%. Talnaefni hefur verið uppfært.

25 Jan
25. janúar 2023

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 1,1%

Vísitala framleiðsluverðs í desember 2022 hækkaði um 1,1% frá fyrri mánuði. Framleiðsluverð sjávarafurða hækkaði um 1,6% og framleiðsluverð stóriðju hækkaði um 1,3%. Framleiðsluverð á matvælum hækkaði um 0,1%. Talnaefni hefur verið uppfært.

24 Jan
24. janúar 2023

Launavísitala hækkaði um 4% í desember 2022

Laun hækkuðu að jafnaði um 4% á milli mánaða í desember 2022 samkvæmt launavísitölu. Hækkunina má rekja til launahækkana í nýgerðum kjarasamningum sem náðu til meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði. Bráðabirgðamat á launahækkunum eftir launþegahópum gefur til kynna að starfsfólk á almennum vinnumarkaði hafi hækkað að jafnaði um 5,6% á milli mánaða sem skýrir nær alla hækkun launavísitölu í desember.

Lykiltölur

-

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í Sæki vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar...

-

Launavísitala í Sæki launavísitölu...

-

Byggingarvísitala (á útreikningstíma, desember 2021=100) í Sæki byggingarvísitölu...

-

Vísitala framleiðsluverðs í Sæki vísitölu framleiðsluverðs...

-

Mannfjöldi 1. janúar Sæki mannfjölda...

- %

Hagvöxtur Sæki hagvöxt...

- %

Atvinnuleysi í Sæki atvinnuleysi...

- %

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs Sæki verðbólgu, 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs...

Myndrit

Birtingaráætlun

  • 30. janúar 2023 Vísitala neysluverðs í janúar 2023
  • 31. janúar 2023 Gistinætur í desember 2022
  • 31. janúar 2023 Vöruviðskipti í desember 2022
  • 31. janúar 2023 Aflaverðmæti í nóvember 2022
  • 01. febrúar 2023 Vinnumarkaðurinn á 4. ársfjórðungi 2022
  • 01. febrúar 2023 Framleiðsla í landbúnaði í desember 2022
  • 02. febrúar 2023 Mannanöfn og afmælisdagar 1. janúar 2023
  • 03. febrúar 2023 Staðgreiðsluskyldar greiðslur í desember 2022
  • 03. febrúar 2023 Starfandi samkvæmt skrám í desember 2022