Atvinnuleysi 3,3% í desember
Atvinnuleysi var 3,3% í desember 2022 samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,8% og hlutfall starfandi 77,2%. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi lækkaði um 1,6 prósentustig á milli mánaða og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi dróst saman um 0,4 prósentustig. Leitni árstíðaleiðrétts atvinnuleysis var stöðug í 3,8% síðustu sex mánuði á meðan leitni hlutfalls starfandi jókst um 0,5 prósentustig.