Skráðum gistinóttum 2022 fjölgaði um 77% á milli ára
Samkvæmt fyrstu tölum um gistinætur á árinu 2022 voru gistinætur á öllum tegundum skráðra gististaða á árinu 2022 um 8,8 milljónir samanborið við fimm milljónir árið 2021 og hafa því aukist um 77% á milli ára. Gistinætur Íslendinga voru um 21% gistinátta eða um 1,9 milljónir sem er um 4% samdráttur frá fyrra ári.