Fréttir og tilkynningar

31 Jan
31. janúar 2023

Skráðum gistinóttum 2022 fjölgaði um 77% á milli ára

Samkvæmt fyrstu tölum um gistinætur á árinu 2022 voru gistinætur á öllum tegundum skráðra gististaða á árinu 2022 um 8,8 milljónir samanborið við fimm milljónir árið 2021 og hafa því aukist um 77% á milli ára. Gistinætur Íslendinga voru um 21% gistinátta eða um 1,9 milljónir sem er um 4% samdráttur frá fyrra ári.

31 Jan
31. janúar 2023

Vöruviðskipti óhagstæð um 12,2 milljarða í desember

Fluttar voru út vörur fyrir 101,1 milljarð króna fob í desember 2022 (101,2 skv. bráðabirgðatölum) og inn fyrir 113,3 milljarða króna cif (114 milljarða) eftir endurskoðun á bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í desember voru því óhagstæð um 12,2 milljarða króna. Talnaefni hefur verið uppfært.

31 Jan
31. janúar 2023

Aflaverðmæti í nóvember 2022 var 15,2 milljarðar króna

Aflaverðmæti við fyrstu sölu í nóvember 2022 var 15,2 milljarðar króna samanborið við 14,2 milljarða í nóvember 2021. Á tólf mánaða tímabilinu frá desember 2021 til nóvember 2022 var aflaverðmæti 196 milljarðar króna sem er aukning um 39 milljarða króna miðað við sama tímabil frá 2020-2021. Talnaefni hefur verið uppfært.

30 Jan
30. janúar 2023

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,85% á milli mánaða

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í janúar 2023, er 569,4 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,85% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 470,9 stig og hækkar um 0,88% frá desember 2022.

Lykiltölur

-

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í Sæki vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar...

-

Launavísitala í Sæki launavísitölu...

-

Byggingarvísitala (á útreikningstíma, desember 2021=100) í Sæki byggingarvísitölu...

-

Vísitala framleiðsluverðs í Sæki vísitölu framleiðsluverðs...

-

Mannfjöldi 1. janúar Sæki mannfjölda...

- %

Hagvöxtur Sæki hagvöxt...

- %

Atvinnuleysi í Sæki atvinnuleysi...

- %

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs Sæki verðbólgu, 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs...

Myndrit

Birtingaráætlun

  • 01. febrúar 2023 Framleiðsla í landbúnaði í desember 2022
  • 01. febrúar 2023 Vinnumarkaðurinn á 4. ársfjórðungi 2022
  • 02. febrúar 2023 Mannanöfn og afmælisdagar 1. janúar 2023
  • 03. febrúar 2023 Starfandi samkvæmt skrám í desember 2022
  • 03. febrúar 2023 Staðgreiðsluskyldar greiðslur í desember 2022
  • 06. febrúar 2023 Áætlaður meðalrekstrarkostnaður á grunnskólanema í febrúar 2023
  • 07. febrúar 2023 Vöruviðskipti í janúar 2023, bráðabirgðatölur
  • 09. febrúar 2023 Efnahagslegar skammtímatölur í febrúar 2023
  • 09. febrúar 2023 Laus störf á 4. ársfjórðungi 2022