Efnahagur

Hagstofa Íslands reiknar vísitölu neysluverðs, vísitölu framleiðsluverðs og skyldar verðvísitölur mánaðarlega. Vísitölur varpa ljósi á efnahags- og verðlagsþróun í þjóðfélaginu. Vísitölu neysluverðs er ætlað að mæla verðbreytingar á tilteknu safni vöru og þjónustu sem myndar grunn vísitölunnar. Verði er safnað á umfangsmiklu úrtaki af vörum og þjónustu í vikutíma um miðjan hvern mánuð til þess að mæla verðbreytingar. Vísitala neysluverðs er fyrst og fremst mælikvarði á verðbólgu en hún er einnig notuð til verðtryggingar.