Um gögnin
Gögnin byggja á launarannsókn Hagstofu Íslands sem er úrtaksrannsókn, um er að ræða meðaltal reglulegra launa á mánuði á verðlagi hvers árs. Störf eru samkvæmt

Ístarf95 flokkunarkerfinu.

Þar sem um úrtaksrannsókn er að ræða þá er þessi launaleit ekki tæmandi yfir öll störf. Til þess að upplýsingar um ákveðna hópa séu birtar þurfa að vera að minnsta kosti 30 einstaklingar í þremur rekstrareiningum í hópnum.

Gögn úr atvinnugreinunum opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar (O), fræðslustarfsemi (P) og heilbrigðis- og félagsþjónusta (Q) byggja eingöngu á úrtaki opinberra starfsmanna. Við samanburð á milli tímabila þarf að hafa í huga að úrtak launarannsóknar hefur breyst og því er ekki víst að gögn séu sambærileg yfir tíma.

Við samanburð á milli tímabila þarf að hafa í huga að gæði og magn gagna aukast ár frá ári. Mikil vinna hefur verið lögð í samræmingu og gæðaprófun gagna. Hægt að bera saman gögn ár frá ári en hafa ber í huga að breytingar á milli ára geta stafað af breytingum á samsetningu úrtaksins.

Sjá nánar í lýsigögnum.