Laus störf
Gagnagæðasérfræðingur
Hagstofa Íslands leitar að nákvæmum og metnaðarfullum gagnagæðasérfræðing á gagnasviði með áhuga á gagnagæðum. Í þessu starfi munt þú leggja grunn að traustum upplýsingum sem nýtast víða, þar á meðal í launatölfræði og kjarasamningsgerð. Þú munt taka þátt í að byggja upp gagnagæði í samvinnu við fjölbreytta gagnaveitendur svo sem fyrirtæki og stofnanir og staðla gögn til að uppfylla kröfur Hagstofunnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Áhersla er lögð á samskipti við gagnaveitendur og innri aðila til að tryggja gagnagæði við úrvinnslu gagna. Starfið felur í sér flokkun, vinnslu og greiningu á gögnum. Sérstök áhersla er á stöðlun og sannprófun gagna til að byggja upp traustan grunn upplýsinga fyrir íslenskan vinnumarkað og fleiri svið. Fyrstu verkefni þín munu tengjast mánaðarlegri launarannsókn Hagstofunnar.
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi; þekking á vinnumarkaðs- og launamálum er kostur.
- Mikil greiningarhæfni og skipulagsfærni.
- Framúrskarandi samskipta- og samvinnuhæfni.
- Góð tölvukunnátta, sérstaklega í SQL eða öðrum greiningarforritum.
- Geta til að tileinka sér nýja þekkingu og ferla hratt.
- Reynsla af umsýslu og úrvinnslu gagna í gagnagrunnum er kostur.
- Þekking á launahugbúnaði eða kjarasamningsgerð er kostur.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Hvað býður Hagstofan upp á?
- Krefjandi og spennandi verkefni.
- Vinnu í samfélagslega mikilvægu hlutverki.
- Skemmtilegt samstarfsfólk.
- Gott mötuneyti.
- Íþróttastyrk
- Samgöngustyrk
- Sveigjanlegan vinnutíma
- Styttingu vinnuvikunnar
- Möguleika á fjarvinnu
- Hjólageymslu og bílastæði.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og vinnur að söfnun gagna, úrvinnslu og birtingu tölfræðilegra upplýsinga um landshagi Íslands og þjóðfélagsleg málefni. Hjá Hagstofunni starfar öflugur hópur 125 einstaklinga. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt með sveigjanlegum vinnutíma og styttri vinnuviku. Boðið er upp á heilsustyrk fyrir þá sem hreyfa sig og samgöngustyrk fyrir þá sem nýta umhverfisvænan ferðamáta til vinnu. Virkt starfsmannafélag skipuleggur fjölbreytta viðburði fyrir starfsfólk. Leiðarljós Hagstofunnar eru þjónusta - áreiðanleiki - framsækni.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2024.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Elsa Kristín Guðbergsdóttir, elsa.k.gudbergsdottir@hagstofa.is, sími 5281000.
Jóda Elín V. Margrétardóttir, joda.e.v.margretardottir@hagstofa.is, sími 5281000.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Sérfræðingur í gagnavísindum rannsókna
Starfið felur í sér umsjón með rannsóknaþjónustu Hagstofu Íslands sem þjónustar fræðasamfélagið og opinbera aðila með ríkar greiningarþarfir. Samhliða rekstri felst í starfinu hönnun og þróun á rannsóknargagnagrunnum hagstofunnar og lýsisgagna þeirra með það að leiðarljósi og að bæta þjónustuna og sjálfvirknivæða umsýslu gagna.
Í starfinu felast mikil samskipti við notendur í formi stuðnings við umsækjendur við gerð umsókna og greiningu gagnaþarfa þeirra, tiltekt og skipulagning rannsóknargagna í samstarfi við gagnatækniteymi Hagstofu Íslands , og umsýsla með rannsóknarumhverfi Hagstofunnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með rannsóknaþjónustu Hagstofu Íslands.
- Framþróun rannsóknargagnagrunns Hagstofunnar og lýsigagna hans.
- Uppbygging og þróun gagnamiðlunar innviða.
- Þróun á aðferðafræði rekjanleikavarna og framkvæmd þeirra.
- Umsjón með rannsóknarumhverfi Hagstofunnar (Iðunni).
- Samstarf við gagnamiðlun um notendamiða þjónustu.
- Samstarf við gagnasvið Hagstofunnar um þróun gagnalaga.
Hæfniskröfur
- Framhaldsmenntun á háskólastigi með miklu gagnavísindalegu inntaki. Doktorsgráða er kostur.
- Þekking á venslagagnagrunnum og SQL.
- Mikil færni á forritunarmáli sem notuð eru við gagnaúrvinnslu, svo sem R, Python eða Julia.
- Mikil samskiptafærni.
- Mikil skipulagsfærni.
- Sjálfstæði í starfi og drifkraftur.
- Góð enskukunnátta.
- Reynsla og þekking á akademískum rannsóknum.
- Ritfærni á fræðilegum texta.
- Þekking á gæðastarfi er kostur.
- Þekking á kerfisstjórnun er kostur.
- Góð þekking rannsóknaraðferðum félagsvísinda er kostur.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Hvað býður Hagstofan upp á?
- Krefjandi og spennandi verkefni.
- Vinnu í samfélagslega mikilvægu hlutverki.
- Skemmtilegt samstarfsfólk.
- Gott mötuneyti.
- Íþróttastyrk
- Samgöngustyrk
- Sveigjanlegan vinnutíma
- Styttingu vinnuvikunnar
- Möguleika á fjarvinnu
- Hjólageymslu og bílastæði.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og vinnur að söfnun gagna, úrvinnslu og birtingu tölfræðilegra upplýsinga um landshagi Íslands og þjóðfélagsleg málefni. Hjá Hagstofunni starfar öflugur hópur 125 einstaklinga. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt með sveigjanlegum vinnutíma og styttri vinnuviku. Boðið er upp á heilsustyrk fyrir þá sem hreyfa sig og samgöngustyrk fyrir þá sem nýta umhverfisvænan ferðamáta til vinnu. Virkt starfsmannafélag skipuleggur fjölbreytta viðburði fyrir starfsfólk. Leiðarljós Hagstofunnar eru þjónusta - áreiðanleiki - framsækni.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 2. desember 2024.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Ólafur Arnar Þórðarson, olafur.a.thordarson@hagstofa.is, sími 5281000.
Jóda Elín V. Margrétardóttir, joda.e.v.margretardottir@hagstofa.is, sími 5281000.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Sérfræðingur í gagnatækni
Hagstofa Íslands leitar að sérfræðingi í gagnatækni á gagnasviði með brennandi áhuga á sjálfvirknivæðingu og áreiðanleika gagna. Í þessu mikilvæga starfi munt þú taka virkan þátt í stafrænni vegferð Hagstofunnar þar sem gæði og öryggi gagna eru sett í fyrirrúmi. Með teymi sérfræðinga munt þú móta og þróa vöruhús gagna Hagstofunnar með nýjustu lausnum í gagnatækni og sjálfvirkni. Þín sérþekking mun auka gagnavirði stofnunarinnar og styðja við stefnu hennar um skilvirka og samræmda vinnslu gagna.
Helstu verkefni og ábyrgð
Áhersla er lögð á samskipti við gagnaveitendur og samstarf við öll svið Hagstofunnar, auk uppbyggingar vöruhúss gagna. Starfið felur í sér innleiðingu gagnalausna, greiningu á gagnagæðum og þróun eftirlitskerfa og mælaborða. Markmiðið er að efla stafræna þróun og gæði gagnaferla með aukinni sjálfvirkni og tryggja þannig áreiðanleika í gagnaflæði Hagstofunnar. Starfið er mikilvægur þáttur í að styðja framtíðarsýn Hagstofunnar um nútímaleg og áreiðanleg gögn sem þjóna samfélaginu. Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað til að hafa raunveruleg áhrif á framtíð gagna á Íslandi.
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum, framhaldsmenntun er kostur.
- Þekking á hönnun vöruhúsa gagna.
- Mjög góð kunnátta í SQL.
- Kunnátta í Python og/eða R er kostur.
- Færni í Power BI.
- Sterk gagnagreiningarhæfni.
- Góð samskipta- og samvinnuhæfni.
- Sjálfstæð vinnubrögð með lausnamiðaðri nálgun.
- Reynsla af ETL-ferlum er kostur.
- Reynsla af uppbyggingu gagnamódela er kostur.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Hvað býður Hagstofan upp á?
- Krefjandi og spennandi verkefni.
- Vinnu í samfélagslega mikilvægu hlutverki.
- Skemmtilegt samstarfsfólk.
- Gott mötuneyti.
- Íþróttastyrk
- Samgöngustyrk
- Sveigjanlegan vinnutíma
- Styttingu vinnuvikunnar
- Möguleika á fjarvinnu
- Hjólageymslu og bílastæði.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og vinnur að söfnun gagna, úrvinnslu og birtingu tölfræðilegra upplýsinga um landshagi Íslands og þjóðfélagsleg málefni. Hjá Hagstofunni starfar öflugur hópur 125 einstaklinga. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt með sveigjanlegum vinnutíma og styttri vinnuviku. Boðið er upp á heilsustyrk fyrir þá sem hreyfa sig og samgöngustyrk fyrir þá sem nýta umhverfisvænan ferðamáta til vinnu. Virkt starfsmannafélag skipuleggur fjölbreytta viðburði fyrir starfsfólk. Leiðarljós Hagstofunnar eru þjónusta - áreiðanleiki - framsækni.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 2. desember 2024.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Elsa Kristín Guðbergsdóttir, elsa.k.gudbergsdottir@hagstofa.is, sími 5281000.
Jóda Elín V. Margrétardóttir, joda.e.v.margretardottir@hagstofa.is, sími 5281000.
Smelltu hér til að sækja um starfið