Rannsókn á útgjöldum heimilanna
Rannsókn á útgjöldum heimilanna er framkvæmd allt árið um kring og eru árlega 1.222 heimili í úrtaki. Megintilgangur rannsóknarinnar er að afla gagna í grunn fyrir vísitölu neysluverðs sem er einn helsti mælikvarði á verðbólgu. Einnig er hún notuð til að reikna út kaupmátt, verðtryggðan sparnað og fjárskuldbindingar.
Rannsókn á útgjöldum heimilanna gefur mikilvægar upplýsingar um neysluvenjur heimila. Hún sýnir útgjöld allra heimilisgerða á landinu og er mjög mikilvæg heimild um breytingar á neyslumynstri yfir tíma. Viðtölin taka um 30 mínútur í síma og svo tekur við 2 vikna búreikningshald þar sem allir heimilismenn sem bera einhver útgjöld halda utan um dagleg útgjöld í búreikningshefti sem eru send á heimilið 1-2 vikum eftir viðtal.