Hjá Hagstofu Íslands starfa 15 spyrlar allt árið sem framkvæma úthringingar á Vinnumarkaðsrannsókn og Rannsókn á útgjöldum heimilanna. Árlega bætast við 50 tímabundnir spyrlar vegna Lífskjararannsóknar sem framkvæmd er í byrjun árs og rannsóknar á notkun á tæknibúnaði og neti sem hefst í apríl ár hvert.

Allir spyrlar sem starfa hjá okkur hljóta nákvæma og góða þjálfun áður en þeir hefja störf og fá endurþjálfun reglulega. Eins og allir aðrir starfsmenn Hagstofu Íslands þá skrifa spyrlar undir trúnaðaryfirlýsingu sem gildir bæði á meðan þeir eru starfandi og eftir að þeir ljúka störfum.

Hvernig veistu að það er starfsmaður Hagstofunnar á línunni?

Þátttakendur okkar fá kynningarbréf áður en spyrlar hafa samband í upphafi rannsókna. Spyrlar kynna sig með nafni og segja hvaðan þeir eru að hringja. Spyrlar hringja úr fastlínunúmerum Hagstofunnar og eftirfarandi farsímanúmerum: 862-8504, 835-1119, 834-6685, 835-1109 og 835-1087. Finna má lista yfir alla starfsmenn Hagstofu Íslands á vef stofnunarinnar. Einnig er hægt að hafa samband við Guðríði Helgu Þorsteinsdóttur í síma 528-1223 á milli klukkan 9:00-12:00 og 13:00-15:00 fyrir nánari upplýsingar.

Símaviðtöl

Símaviðtöl eru oftast notuð við innsöfnun gagna sem eiga við um einstaklinga og heimili. Viðtölin taka mislangan tíma en það veltur á hvaða rannsókn er verið að framkvæma og hversu margir búa á heimilinu. Þegar við hringjum er hægt að bóka hjá spyrli hentugan tíma til að klára viðtalið og einnig er hægt er að byrja að svara viðtali og gera svo hlé og bóka tíma síðar til að klára það.