Fræðsluefni fyrir grunn- og framhaldsskóla



Hagstofan Íslands hefur frá árinu 2021 verið gestgjafi Evrópsku tölfræðikeppninnar (e. European Statistical Competition). Verkefnið, sem hefur verið styrkt af Eurostat, hagstofu Evópusambandsins, og þekkt er undir heitinu Greindu betur hér á landi, miðar að því að efla læsi ungs fólks á töluleg gögn. Í því samhengi hefur Hagstofa tekið saman upplýsingar og kennsluefni fyrir nemendur og kennara sem vilja nýta hagtölur í námi sínu og við kennslu. Allar nánari upplýsingar um verkefnið og allt fræðsluefni má finna á www.greindubetur.is. Einnig má finna ýmislegt kennsluefni á fræðsluvef Eurostat.




Ný útgáfa af kennslukerfi Háskóla Íslands er komin út (https://beta.tutor-web.net), en þar geta nemendur í framhalds- og háskólum nýtt sér raunveruleg gögn í verkefnum og æfingum. Eldri útgáfan (http://tutor-web.net) verður áfram aðgengileg. Allur hugbúnaður sem kerfið notar er frjáls og opinn.

Verkefnið að tengja opinbera tölfræði við "tutor-web" var styrkt af European Research Council (ERC). Númer styrks: 825696 — 2018-IS-Literacy.

Tímaritið Teaching Statistics hefur birt greinina "Using real data for statistics education in an open-source learning environment". Hægt er að nálgast greinina hér https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/test.12237