Smásvæði

Hagstofa Íslands hefur aukið við flokkun hagskýrslusvæða. Skilgreind hafa verið 205 smásvæði með íbúafjölda á milli 900 og 3.500 manns. Svæðaskiptingin er gerð vegna manntalsins 2021, en með henni uppfyllir Hagstofan skilyrði manntalsins um að birta hagskýrslur eftir litlum svæðum. Smásvæðaskiptingin var unnin í samvinnu við Byggðastofnun og studd fjárhagslega af Evrópusambandinu.

Smásvæðum bætt við flokkun hagskýrslusvæða - frétt frá 15. október 2020