Hægt er að nálgast eldri útgáfur Hagstofunnar á Tímarit.is. Um er að ræða rit sem falla undir ritröðina Hagskýrslur Íslands I, II og III. Útgáfur frá árinu 2004 eru hins vegar aðgengilegar á heimasíðu Hagstofunnar undir útgáfur.

Landshagir

Hagstofan gaf út tölfræðihandbókina Landshagi samfleytt í 25 ár, frá árinu 1991 til 2015, og er útgáfan aðgengileg á Tímarit.is.

Hagtíðindi

Útgáfa Hagtíðinda hófst árið 1916 og hefur frá fyrstu tíð þjónað þeim tilgangi að birta nýjustu hagtölur hverju sinni. Fyrstu árin komu heftin út annan hvern mánuð og sum árin oftar en síðan mánaðarlega frá 1926 til 2003. Frá 2004 hefur útgáfa Hagtíðinda hins vegar tekið tekið mið af efnistökum.
Hagtíðindi 1916-2003 á Tímarit.is
Hagtíðindi frá 2004-

Hagskinna

Hagskinna er eitt viðamesta rit Hagstofunnar frá upphafi. Bókin kom út árið 1997 og í henni eru tölulegar upplýsingar um íslenskt samfélag og þróun þess eins langt aftur í fortíðina og heimildir ná.
Hagskinna er aðgengileg á Bækur.is
Á vef Hagstofunnar um sögulegar hagtölur er í boði að hlaða niður Hagskinnu sem zip-skrá.

Útgáfur Þjóðhagsstofnunar

Útgáfur Þjóðhagsstofnunar eru einnig aðgengilegar á Tímarit is. Þar á meðal Þjóðhagsreikningaskýrslur og Úr þjóðarbúskapnum. Einfaldast er að leita eftir titlum.

Skýrslur um landshagi á Íslandi

Fyrir tíð Hagstofunnar voru Skýrslur um landshagi á Íslandi gefnar út 1855-1875 sem mörkuðu upphaf samfelldrar hagskýrslugerðar um íslensk málefni.
Einnig voru birtar upplýsingar í Stjórnartíðindum fyrir Ísland B-deild (aðgengilegt á Tímarit.is frá árinu 1874-1899) og C-deild frá árinu 1874 (aðgengilegt á Tímarit.is frá árinu 1882-1907).
Gefnar voru út Landshagsskýrslur fyrir Ísland árin 1899-1907.
Einfaldast er að leita eftir þessum titlum á Tímarit.is.

Ísland í tölum

Hagstofan gaf út bæklinginn Ísland í tölum árlega á árunum 1995-2010 og var hann unninn upp úr Landshögum, árbók Hagstofunnar. Bæklingurinn var einnig gefinn út á ensku undir heitinu Iceland in figures frá 1995 til 2018. Hægt er að finna bæklinginn frá 2004 á heimasíðu Hagstofunnar undir útgáfur.