Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um félagsþjónustu sveitarfélaga árið 2007. Allt frá árinu 1987 hefur Hagstofan leitað slíkra upplýsinga frá sveitarfélögum.
Félagsleg heimaþjónusta sveitarfélaga
Árið 2007 fengu 7.626 heimili félagslega heimaþjónustu sveitarfélaga og hafði heimilum fjölgað um 94 (1,2%) frá árinu á undan. Rúmlega þrjú af hverjum fjórum þessara heimila voru heimili aldraðra eða 5.833 (76,5%). Á þessum heimilum bjó 7.451 einstaklingur og jafngildir það 20,6% þeirra landsmanna sem voru 65 ára og eldri. Í Reykjavík naut tæplega fjórðungur (24,2%) 65 ára og eldri félagslegrar heimaþjónustu.
Meðalfjöldi vinnustunda á heimili árið 2007 voru 127 (tæplega 3 stundir á viku) og hafði vinnustundum fjölgað um 9 frá árinu á undan. Á heimilum aldraðra var meðalfjöldi vinnustunda 124 árið 2007, en í Reykjavík voru vinnustundirnar 142 á hvert heimili aldraðra sem þjónustunnar naut.
Fjárhagsaðstoð sveitarfélagaga
Árið 2007 fengu 4.280 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélagaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fækkað um 209 (7%) frá árinu áður. Árið 2003 þáðu 6.312 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga en til ársins 2007 fækkaði þeim jafnt og þétt eða sem nam 32% á öllu tímabilinu. Fjölmennasti hópurinn árið 2007 sem þáði fjárhagsaðstoð sveitarfélaga voru einstæðir barnlausir karlar (37,3% heimila sem fjárhagsaðstoðar nutu) og einstæðar konur með börn (35,6% heimila).
Viðtakendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga eftir fjölskyldugerð og aldri 2007 | ||||||
Fjöldi/hlutfall | 18-24 | 25-39 | 40-64 | 65 ára | ||
Alls | ára | ára | ára | og eldri | Fjöldi | |
Fjölskyldur og/eða heimili alls | 100,0 | 26,3 | 42,4 | 28,2 | 3,1 | 4.280 |
Einstæðir karlar með börn | 2,0 | 0,2 | 0,8 | 1,0 | 0,0 | 85 |
Einstæðir karlar, barnlausir | 37,3 | 10,0 | 15,0 | 10,9 | 1,4 | 1.598 |
Einstæðar konur með börn | 35,6 | 8,6 | 19,0 | 8,0 | 0,0 | 1.525 |
Einstæðar konur, barnlausar | 15,7 | 6,4 | 3,7 | 4,4 | 1,2 | 674 |
Hjón/sambúðarfólk með börn | 7,0 | 0,7 | 3,3 | 2,9 | 0,1 | 298 |
Hjón/sambúðarfólk, barnlaus | 2,3 | 0,3 | 0,6 | 1,0 | 0,4 | 100 |
Fjöldi fjölskyldna og/eða heimila | 4.280 | 1.126 | 1.815 | 1.205 | 134 | . |
Á heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2007 bjuggu 7.997 einstaklingar eða 2,6% þjóðarinnar, þar af voru 3.284 börn (17 ára og yngri) eða 4,1% barna á þeim aldri.
Árið 2007 var meðalgreiðsla fjárhagsaðstoðar 77.498 krónur á mánuð og fengu heimilin slíkar greiðslur í 4,1 mánuð að meðaltali. Í Reykjavík voru á sama ári greiddar 87.143 krónur að meðaltali á mánuði í fjárhagsaðstoð og að jafnaði í 4,4 mánuði. Árið 2003 voru meðalgreiðslur á mánuði á veðlagi ársins 2007 krónur 73.119 og þá var að meðaltali greidd fjárhagsaðstoð í 4 mánuði.