Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um félagsþjónustu sveitarfélaga árið 2008. Allt frá árinu 1987 hefur Hagstofan leitað slíkra upplýsinga frá sveitarfélögum.
Heimilum sem fá greidda fjárhagsaðstoð sveitarfélaga fjölgar á ný
Árið 2008 fengu 5.029 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 749 (17,5%) frá árinu áður. Árið 2003 þáðu 6.312 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga en til ársins 2007 fækkaði þeim jafnt og þétt eða sem nam 32% á öllu tímabilinu. Fjölmennasti hópurinn árið 2008 sem þáði fjárhagsaðstoð sveitarfélaga var sem fyrr einstæðir barnlausir karlar (39% heimila) og einstæðar konur með börn (32,8% heimila).
Á heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2008 bjuggu 9.097 einstaklingar eða 2,8% þjóðarinnar, þar af voru 3.587 börn (17 ára og yngri) eða 4,5% barna á þeim aldri. Árið 2007 bjuggu 7.997 einstaklingar eða 2,6% þjóðarinnar á slíkum heimilum, þar af voru 3.284 börn eða 4,1% barna.
Viðtakendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga eftir fjölskyldugerð og aldri 2008 | ||||||||
Fjöldi / hlutfall | 65 ára | 17 ára | ||||||
18-24 | 25-39 | 40-54 | 55-64 | og | og | |||
Alls | ára | ára | ára | ára | eldri | yngri | Fjöldi | |
Fjölskyldur og/eða heimili alls | 100,0 | 26,8 | 42,0 | 22,4 | 5,5 | 3,3 | . | 5.029 |
Einstæðir karlar með börn | 2,4 | 0,2 | 0,9 | 1,1 | 0,2 | 0,0 | . | 119 |
Einstæðir karlar, barnlausir | 39,0 | 10,7 | 15,6 | 8,5 | 2,7 | 1,5 | . | 1.963 |
Einstæðar konur með börn | 32,8 | 7,6 | 17,6 | 7,2 | 0,4 | 0,0 | . | 1.650 |
Einstæðar konur, barnlausar | 17,0 | 7,1 | 4,2 | 3,1 | 1,4 | 1,3 | . | 856 |
Hjón/sambúðarfólk með börn | 6,5 | 0,9 | 3,3 | 1,9 | 0,4 | 0,0 | . | 327 |
Hjón/sambúðarfólk, barnlaus | 2,3 | 0,3 | 0,5 | 0,6 | 0,4 | 0,5 | . | 114 |
Fjöldi fjölskyldna og/eða heimila | 5.029 | 1.349 | 2.112 | 1.124 | 279 | 165 | . | . |
Fjöldi einstaklinga á heimilum | 9.097 | 1.412 | 2.309 | 1.279 | 322 | 188 | 3.587 | . |
Hlutfall af aldurshópum | 2,8 | 4,3 | 3,3 | 1,9 | 1,0 | 0,5 | 4,5 | . |
Árið 2008 var meðalgreiðsla fjárhagsaðstoðar 86.490 krónur á mánuði og fengu heimilin slíkar greiðslur í 3,9 mánuði að meðaltali. Í Reykjavík voru á sama ári greiddar 96.470 krónur að meðaltali á mánuði í fjárhagsaðstoð og að jafnaði í 4,0 mánuði. Árið 2003 voru meðalgreiðslur á mánuði á verðlagi ársins 2008 82.202 krónur og þá var að meðaltali greidd fjárhagsaðstoð í 4 mánuði.
Fimmtungur 65 ára og eldri naut félagslegrar heimaþjónustu sveitarfélaga
Árið 2008 fengu 7.864 heimili félagslega heimaþjónustu sveitarfélaga og hafði heimilum fjölgað um 238 (3,1%) frá árinu á undan. Rúmlega þrjú af hverjum fjórum þessara heimila voru heimili aldraðra eða 6.019 (76,5%). Á þessum heimilum bjuggu 7.582 einstaklingar og jafngildir það 20,5% þeirra landsmanna sem voru 65 ára og eldri. Í Reykjavík naut tæplega fjórðungur (24,2%) 65 ára og eldri félagslegrar heimaþjónustu.
Meðalfjöldi vinnustunda til félagslegrar heimaþjónustu á heimili árið 2008 voru 125 (tæplega 3 stundir á viku) og hafði vinnustundum fækkað um 2 frá árinu á undan. Á heimilum aldraðra var meðalfjöldi vinnustunda 120 árið 2008, en í Reykjavík voru vinnustundirnar 139 á hvert heimili aldraðra sem þjónustunnar naut.