Gefin hafa verið út Hagtíðindi Konur og karlar 1975–2005 í efnisflokknum Heilbrigðis- félags- og dómsmál. Þar er með hjálp talna varpað ljósi á það hvernig staða kynja hér á landi hefur þróast yfir þetta þrjátíu ára tímabil. Horft er til áranna 1975, 1985, 1995 og 2005 með tilliti til mannfjöldans, heilsu, menntunar, vinnumarkaðar, launa- og tekna og áhrifastaða.
Konur og karlar 1975-2005 – útgáfa