FRÉTT FÉLAGSMÁL 15. FEBRÚAR 2008

Hagstofa Íslands hefur gefið út Hagtíðindi um stofnanaþjónustu og dagvistir aldraðra. Frá árinu 1993 hefur Hagstofan leitað upplýsinga hjá þeim rekstraraðilum sem heilbrigðisráðuneytið veitir árlega heimildir fyrir vistrými fyrir aldraða og dagvistun þeirra. Árið 2006 voru 92 stofnanir með slíkar heimildir. Þrjár fjórðu þeirra, eða 68, voru reknar af ríki og sveitarfélögum, 18 (19,6%) voru sjálfseignarstofnanir og 6 (6,5%) á vegum einkaaðila. Í desember árið 2006 voru vistrými alls 3.458, þar af voru hjúkrunarrými 2.138, eða 61,8 vistrýma. Á tímabilinu 2001 til 2006 fjölgaði vistrýmum um 232, eða 7,2%. Breyting á fjölda vistrýma milli áranna 2001 og 2006 fólst m.a. í fjölgun hjúkrunarrýma á dvalar- og/eða hjúkrunarheimilum en fækkun dvalarrýma. Þannig fjölgaði hjúkrunarrýmum um 472, eða rúm 28%, en dvalarrýmum fækkaði um 215.

Af 3.244 öldruðum sem bjuggu á stofnunum með vistrými fyrir aldraða í desember árið 2006 voru konur tæp 64%. Tæp 10 67 ára og eldri bjuggu í vistrýmum í desember árið 2006. Þetta hlutfall var tæp 12% á landsbyggðinni en rúm 9 á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2006 var fjórðungur fólks 80 ára og eldra búsettur í vistrýmum aldraðra. Frá árinu 2001 til ársins 2006 fjölgaði vistmönnum í heild um 170 (5,5%), en vistmönnum í hjúkrunarrými á hjúkrunarheimilum um 466 (29%).

Stofnanaþjónusta og dagvistir aldraðra 2001-2006 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.