FRÉTT FÉLAGSMÁL 26. SEPTEMBER 2008

Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um stofnanaþjónustu og dagvistir aldraðra árið 2007. Frá árinu 1993 hefur Hagstofan leitað upplýsinga hjá rekstraraðilum. Í desember árið 2007 voru vistrými alls 3.360, þar af voru hjúkrunarrými 2.163 eða 64,4% vistrýma. Á milli áranna 2006 og 2007 fækkar rýmum á dvalar- og/eða hjúkrunarheimilum um 50. Þar af fækkaði dvalarrýmum um 75 en hjúkrunarrýmum fjölgaði um 25. Árið 2007 voru tæp 53% vistrýma á höfuðborgarsvæðinu en rúm 47% annarsstaðar.

Af 3.235 öldruðum sem bjuggu á stofnunum með vistrými fyrir aldraða í desember árið 2007 voru konur tæp 64%. Tæp 10% 67 ára og eldri bjuggu í vistrýmum í desember árið 2007. Þetta hlutfall var tæp 12% á landsbyggðinni en rúm 9% á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2007 voru tæp 24% fólks 80 ára og eldra búsett  í vistrýmum aldraðra. Það á við um 20% karla á þessum aldri og rúm 26% kvenna.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.