FRÉTT FÉLAGSMÁL 03. DESEMBER 2015

Árið 2014 veittu sveitarfélög 4.830 einstaklingum með fötlun þjónustu á 15 þjónustusvæðum og hafði þeim fjölgað um 47 (1,0%) frá árinu áður. Af þeim voru 1.627 börn 17 ára og yngri (33,7%). Drengir og karlar voru fleiri en stúlkur og konur í heildar hópnum eða rúm 60%, enda voru þeir í miklum meirihluta í yngsta aldurshópnum (tæp 72%). Í aldurshópnum 18–39 ára voru karlar rúmt 61%, en í aldurshópnum 67 ára og eldri voru konur mun fleiri eða rúmt 65%. Þjónustuþegar voru 1,5% landsmanna, 2,0% barna og 0,9% fólks 67 ára og eldra.

Í desember árið 2014 voru tæp 18% þessara einstaklinga í sérstökum búsetuúrræðum, tæp 17% í leiguhúnæði í eigu sveitarfélaga eða félagsamtaka, en 48% bjuggu hjá foreldrum eða ættingjum. Af 18 ára og eldri voru tæp 27% í sérstökum búsetuúrræðum og 25% í leiguhúsnæði í eigu sveitarfélaga eða félagasamtaka.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.