TALNAEFNI FÉLAGSMÁL 04. JÚLÍ 2024

Með hækkandi aldri eykst tíðni fötlunar en margar færniskerðingar koma fyrst fram á fullorðinsárum eða í framhaldi af eliihrörnun. Enn vantar þó upp á að full vitneskja liggi fyrir um það, einkum meðal aldraðra.

Búsetuform fatlaðs fólks er nokkuð annað en ófatlaðra. Vegna annarrar aldursdreifingar eru hlutfallslega fleiri fatlaðir á öldrunarheimilum en af þeim sem búa sjálfstætt í venjulegu húsnæði er fatlað fólk líklegra til að búa í leiguhúsnæði en aðrir.

Samhliða þessari útgáfu er gefin út greinargerð "Stjórnsýslugögn um fatlað fólk II: Hagskýrslur", einnig hefur greinargerðin "Stjórnsýslugögn um fatlað fólk I: Gæði gagna" sem gefin var út 7. júní sl. verið endurskoðuð.

Stjórnsýslugögn um fatlað fólk II: Hagskýrslur — Hagtíðindi, greinargerð.
Stjórnsýslugögn um fatlað fólk I: Gæði gagna — Hagtíðindi, greinargerð (endurskoðuð útgáfa).

Tilraunatölfræði

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.