FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 06. JÚLÍ 2012

Dagana 14. til 16. nóvember n.k. verður haldin í Hörpu alþjóðleg ráðstefna um tölfræði í ferðaþjónustu (11th Global Forum on Tourism Statistics). Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir umræðu um tölfræði og ýmsa þætti ferðaþjónustu og er þetta í ellefta sinn sem hún er haldin. Alls hafa borist ágrip af 50 erindum frá fræðimönnum í 20 löndum og má reikna með að á bilinu 20 til 25 erindi verði flutt. Dagskrá mun liggja fyrir í lok júlí á vef ráðstefnunnar.

Ráðstefnan er haldin annað hvert ár af Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, og ferðamálanefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Að þessu sinni er hún haldin í samvinnu við iðnaðarráðuneytið, sem jafnframt er ráðuneyti ferðamála, Hagstofu Íslands, Ferðamálastofu og Rannsóknarmiðstöð ferðamála.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.