Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru tæplega 10,4 milljónir árið 2018, en þær voru um 10,3 milljónir árið 2017. Mest var aukningin á Suðurlandi eða 8,6% en mesti samdrátturinn á Vestfjörðum, eða 8,1%.

Breyting milli ára eftir landssvæðum

Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 5,9 milljónir. Gistinætur á tjaldsvæðum voru tæplega 1 milljón, um 1,7 milljón í annarri gistingu og um 1,8 milljón í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Þar að auki voru gistinætur erlendra ferðamanna tæplega 270.000 í bílum utan tjaldsvæða og um 194.000 hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða annars staðar þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu.

Heildarfjöldi gistinátta árið 2018 jókst því um 1,1% milli ára, þar af var 5,1% aukning á hótelum og gistiheimilum, 10,2% samdráttur á tjaldsvæðum, 0,3% fækkun í annarri gistingu og 3,3% samdráttur á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður.

Greiddar gistinætur ferðamanna 2018
Hótel og gistiheimili Vefsíður á borð við Airbnb Önnur gisting Tjaldsvæði
Alls5.859.2645,1%1.828.000-3,3%1.725.598-0,3%962.197-10,2%
Höfuðborgarsvæði2.826.9590,4%1.049.000-9,4%829.8632,6%74.164-28,8%
Suðurnes442.950-0,4%62.000-11,4%40.286-26,7%37.018-18,7%
Vesturland321.20824,3%115.00018,6%108.677-13,8%98.268-19,9%
Vestfirðir96.454-3,0%35.0000,0%39.627-0,1%56.197-23,1%
Norðurland vestra90.3218,4%37.00015,6%40.123-4,0%30.549-40,3%
Norðurland eystra507.1676,6%136.0000,7%156.751-10,2%231.4814,7%
Austurland200.131-0,6%82.00012,3%54.371-13,3%142.67317,9%
Suðurland1.374.07415,0%312.0007,2%455.9007,7%291.847-12,1%

Tekjur af Airbnb 17,5 milljarðar árið 2018
Tekjur gististaða sem seldu gistinætur í gegnum Airbnb voru 17,5 milljarðar árið 2018 og jukust um 19% miðað við árið 2017 þegar þær námu 14,7 milljörðum króna. Þessar tölur byggja á virðisaukaskattskilum, en samkvæmt 12. grein laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988 ber aðilum er kaupa rafræna þjónustu sem nýtt er hérlendis að greiða virðisaukaskatt af þeirri þjónustu. Samkvæmt 35. grein sömu laga ber erlendum aðila (Airbnb) sem selur þjónustu að innheimta og standa skil á virðisaukaskatti hérlendis.

Virðisaukaskattskyld velta í gististarfsemi 2014-2018
Milljónir króna20142015201620172018
Rekstur gististaða (ÍSAT 55)51.92862.54185.30494.53898.033
Leigusalar sem nota Airbnb2.5035.52411.80314.69717.460

Rétt er að vekja athygli á að Airbnb hefur síðustu tvö ár boðið upp á miðlun upplifana til viðbótar við miðlun á gistirými. Breytingar á veltu þeirra aðila sem miðla gistingu og þjónustu gegnum Airbnb eru því ekki endilega sambærilegar við breytingar á fjölda gistinátta sem miðlað er gegnum Airbnb og svipaðar síður.

Talnaefni