FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 05. MAÍ 2004

Gistinóttum á hótelum í marsmánuði fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu um rúm 4%, en þær voru 48.546 árið 2004 miðað við 46.575 árið á undan.  Á Austurlandi tvöfaldaðist fjöldi gistinátta milli ára þegar þær fóru úr 991 í 2.023 í mars 2004.  Á Suðurlandi og Norðurlandi fækkaði gistinóttum í marsmánuði.  Á Suðurlandi fóru gistinæturnar úr 8.227 í 6.886 milli ára og fækkaði þar með um 16%.  Á Norðurlandi voru gistinæturnar 3.623 í mars 2004 en voru 4.172 árið 2003, sem er um 13% fækkun.
     Þar sem skil á gistiskýrslum hafa ekki verið nægjanlega góð á Vesturlandi er ekki hægt að birta tölur fyrir landsvæðin Suðurnes, Vesturland og Vestfirði (þessi landsvæði hafa verið dregin saman vegna of fárra gististaða í hverjum landshluta fyrir sig).  Af sömu ástæðu er ekki hægt að birta heildartölur fyrir landið fyrir mars 2004.

     Tölur fyrir 2004 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.