Gistinóttum á hótelum í otkóber fjölgaði um tæp 5% milli ára
Gistinætur á hótelum í október voru 82.300 en voru 78.500 árið 2003 (4,9% aukning). Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um tæpar 5.600 nætur milli ára, úr 56.100 í 61.700 (10% aukning). Á Austurlandi voru gistinætur í október 2.650 en voru 2.060 árið 2003 sem er um 29% aukning milli ára. Á Suðurlandi stóð fjöldi gistinátta nánast í stað milli ára (-0,4%). Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði hinsvegar gistinóttum á hótelum í október um tæp 12%, úr 5.680 í 5.020. Á Norðurlandi varð einnig samdráttur, en gistináttafjöldinn fór úr 5.750 í 4.130 og fækkaði þar með um rúm 28%.
Ef tölur eru skoðaðar fyrir landið í heild má sjá að gistinóttum útlendinga fjölgaði um tæp 11% meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um tæp 10%.
Þegar gistinætur á hótelum í októbermánuði eru skoðaðar árið 2004 miðað við árið 1997 má sjá að gistináttafjöldi útlendinga hefur rúmlega tvöfaldast á tímabilinu, fór úr 30.400 í 62.900. Gistinætur Íslendinga eru hinsvegar aðeins 1.000 fleiri í október árið 2004 en árið 1997.
Tölur fyrir 2004 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega.