FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 02. SEPTEMBER 2004

Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum janúar-apríl fjölgaði um 9,4% milli ára
Gistinætur á hótelum og gistiheimilum fyrstu fjóra mánuði ársins 2004 voru 258.771  en voru 236.607  fyrir sama tímabil árið 2003.    Á þessu tímabili fjölgaði gistinóttum í öllum landshlutum.  Mest var aukningin á Austurlandi en þar nam hún rúmum 3000 gistinóttum eða sem nemur 41,5% og á Norðurlandi vestra (41,2%), en minnst aukning var á Suðurnesjum, eða 3,7%.


     Fjölgun gistinátta á hótelum og gistiheimilum janúar-apríl á bæði við um íslenska (10,7%) og erlenda gesti (8,8%).  
Alls voru 171 hótel og gistiheimili opin fyrstu fjóra mánuði ársins 2004, en það eru 5 fleiri staðir en árið á undan.  Herbergjafjöldi fór úr 4.740 í 5.031 milli ára og rúmafjöldi úr 9.622 í 9.995. 
Nýting gistirýmis fór úr 28,5% í 30,7% milli ára fyrir landið í heild.  Á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum versnaði nýtingin meðan hún batnaði á landsbyggðinni fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil árið 2003.
Tölur fyrir 2004 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.