FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 08. APRÍL 2020

Tilraunatölfræði


Verulegur samdráttur var í gistinóttum hótela í mars. Samkvæmt bráðabirgðatölum voru 181.000 gistinætur á hótelum í mars samanborið við 382.000 gistinætur í mars 2019. Rúmanýting var um 25,3% samanborið við 56,8% í sama mánuði í fyrra. Miklar breytingar áttu sér stað í ferðaþjónustu í marsmánuði og má ætla að rúmanýting og fjöldi gistinátta hafi verið hærri í fyrri hluta mánaðar en lægri í þeim síðari.

Sjá nánar: Gistinætur drógust saman um 53% í mars

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.