FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 30. JANÚAR 2020

Samkvæmt bráðabirgðatölum dróst heildarfjöldi greiddra gistinátta saman um 3,1% á milli áranna 2018 og 2019. Þær voru rúmlega 10 milljónir árið 2019 en tæplega 10,4 milljónir árið 2018. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum drógust saman um 1,3%, á gististöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður varð 10,8% samdráttur og 1,9% samdráttur á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.s.frv.)

Greiddar gistinætur ferðamanna 2018-2019
2018 2019*%
Alls10.364.88610.040.959-3,1%
Hótel og gistiheimili5.861.0915.785.059-1,3%
Vefsíður á borð við Airbnb1.816.0001.620.000-10,8%
Aðrar tegundir2.687.7952.635.900-1,9%
*Bráðabirgðatölur fyrir 2019

4,6% samdráttur á gistinóttum í desember
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í desember síðastliðnum dróst saman um 4,6% samanborið við desember 2018. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 1% á meðan 11% samdráttur var á gistiheimilum. Á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, íbúðagistingu o.s.frv.) drógust gistinætur saman um 6% en um 19% á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 504.000 í desember síðastliðnum en þær voru um 528.200 í sama mánuði árið áður. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 352.700, þar af 304.700 á hótelum. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum o.þ.h. voru um 87.300 og um 64.000 á stöðum sem miðla gistingu í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

 Greiddar gistinætur ferðamanna 2018-2019

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 1%
Gistinætur á hótelum í desember síðastliðnum voru 304.700, sem er 1% aukning frá sama mánuði árið áður. Gistinóttum á hótelum á Norðurlandi fækkaði um 23% en þeim ýmist fjölgaði eða héldust óbreyttar á öðrum landsvæðum. Um 67% allra hótelgistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu, eða 204.300.

Gistinætur á hótelum
  Desember   Janúar-desember  
2018 2019 % 2018 2019 %
Alls302.422304.72214.472.8704.519.0231
Höfuðborgarsvæði203.267204.28712.590.6182.514.917-3
Suðurnes20.17822.34111307.016399.67130
Vesturland og Vestfirðir6.9788.09816246.458245.2400
Norðurland13.18110.106-23321.716337.0775
Austurland2.5693.73946102.516118.38415
Suðurland56.24956.1510904.546903.7340
Þjóðerni
Íslendingar30.07229.9970458.754437.317-5
Erlendir gestir272.350274.72514.014.1164.081.7062

Heildarfjöldi gistinátta á hótelum árið 2019 var um 4.519.000, og fjölgaði þeim um 1% frá árinu 2018.

Framboð og nýting hótelherbergja 2015-2019

Herbergjanýting á hótelum í desember 2019 var 50,6% og féll um 2,7 prósentustig frá fyrra ári. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 8,9% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í desember var best á höfuðborgarsvæðinu, eða 67,7%.

Framboð og nýting hótelherbergja í desember
  Herbergjafjöldi á hótelum í desember Herbergjanýting hótela í desember
2018 2019 % 2018 2019 prst
Alls9.97310.8568,9%53,3%50,6%-2,7
Höfuðborgarsvæði5.0655.3996,6%70,1%67,7%-2,4
Suðurnes63495650,8%56,1%39,7%-16,5
Vesturland og Vestfirðir63280327,1%20,3%18,9%-1,4
Norðurland1.0541.0933,7%23,3%19,2%-4,1
Austurland394360-8,6%12,1%19,9%7,8
Suðurland2.1942.2452,3%45,0%45,7%0,7

Um 90% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn, eða 274.700. Ferðamenn frá Bretlandi voru með flestar gistinætur (69.000), þar á eftir komu Bandaríkjamenn (60.300) og Kínverjar (42.000) en gistinætur Íslendinga voru 30.000.

Gistinætur á hótelum 2016-2019

Samkvæmt áætlun sem byggir á svörum úr landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands voru gistinætur erlendra ferðamanna í bílum utan tjaldsvæða um 2.000 og gistinætur hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða annars staðar þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu, um 17.000.

Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Áætlun fyrir gistinætur utan hefðbundinnar gistináttatalningar byggist á niðurstöðum úr landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einnig er byggt á gögnum úr gistináttagrunni Hagstofunnar, að teknu tilliti til upplýsinga um virðisaukaskattskylda veltu frá Airbnb og bílaleigum sem leggja áherslu á útleigu viðverubúinna húsbíla. Þær aðferðir sem beitt er við áðurnefnda áætlun eru í þróun innan Hagstofu Íslands. Tölur sem birtar eru um ógreiddar gistinætur og gistinætur, sem miðlað er í gegnum vefsíður eru því bráðabirgðatölur og geta tekið breytingum með hliðsjón af bættum upplýsingum og aðferðum. Við landsvæðaskiptingu þessara talna er stuðst við vefskröpun og gögn úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Frekari lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.

Allar tölur fyrir 2019 eru bráðabirgðatölur.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.