FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 31. MARS 2020

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í febrúar síðastliðnum dróst saman um 12,7% samanborið við febrúar 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 4% og um 24% á gistiheimilum. Þá var 43% fækkun gistinátta á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður og á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.) var 1% aukning frá fyrra ári.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 555.000 í febrúar en þær voru um 636.000 í sama mánuði árið áður. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 387.000, þar af 336.000 á hótelum. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum o.þ.h. voru um 102.000 og um 67.000 á stöðum sem miðla gistingu í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

Gistinóttum á hótelum fækkaði um 4%
Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 336.000 sem er 4% fækkun frá sama mánuði árið áður. Gistinóttum á hótelum fækkaði hlutfallslega mest á Suðurlandi (18%), Suðurnesjum (13%) og Norðurlandi (12%) en fjölgaði nokkuð á Austurlandi (8%). Um 66% allra hótelgistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu, eða 222.100, sem var 2% aukning frá febrúar 2019.

Gistinætur á hótelum
  Febrúar   Mars-febrúar  
2019 2020 % 2018-2019 2019-2020 %
Alls350.348336.027-44.451.6884.538.2602
Höfuðborgarsvæði218.584222.13922.560.8002.525.890-1
Suðurnes28.84425.452-12316.127400.20827
Vesturland og Vestfirðir14.27314.185-1250.487248.852-1
Norðurland16.19814.030-13322.207333.1903
Austurland3.2723.5368103.273119.44316
Suðurland69.17756.685-18898.794910.6771
Þjóðerni
Íslendingar29.98937.66326453.659453.0070
Erlendir gestir320.359298.364-73.998.0294.085.2532

Á 12 mánaða tímabili, frá mars 2019 til febrúar 2020, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.538.000 sem er 2% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Herbergjanýting á hótelum í febrúar 2019 var 60,1% og dróst saman um 6,9 prósentustig frá fyrra ári. Á sama tíma jókst framboð gistirýmis um 6,1% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í febrúar var best á höfuðborgarsvæðinu eða 79,4%.

Framboð og nýting hótelherbergja í febrúar
  Herbergjafjöldi á hótelum í febrúar Herbergjanýting hótela í febrúar
2019 2020 % 2019 2020 prst
Alls10.29110.9146,1%67,0%60,1%-6,9
Höfuðborgarsvæði5.0935.4086,2%83,7%79,4%-4,3
Suðurnes821809-1,5%67,5%62,4%-5,2
Vesturland og Vestfirðir73180610,3%39,5%34,5%-5,1
Norðurland1.1081.1443,2%30,9%26,8%-4,1
Austurland34944126,4%19,6%16,9%-2,7
Suðurland2.1892.3065,3%62,9%47,6%-15,3

Um 89% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn eða 298.400. Ferðamenn frá Bretlandi voru með flestar gistinætur (95.600), þar á eftir komu Bandaríkjamenn (66.700) og Þjóðverjar (23.300) en gistinætur Íslendinga voru 37.700. Áhrifa Covid-19 faraldursins var á þessum tíma helst tekið að gæta í því að 55% samdráttur var á hótelgistinóttum Kínverja frá sama mánuði fyrra árs, en þær voru 13.900.

Samkvæmt áætlun sem byggir á svörum úr landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands voru gistinætur erlendra ferðamanna í bílum utan tjaldsvæða um 2.000 og gistinætur hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða annars staðar þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu, um 9.000.

Birting á gistinóttum 2019 og hótelgistinóttum í mars 2020
Ráðgert er að birta endanlegar tölur um gistinætur á öllum tegundum gististaða árið 2019 þann 7. apríl næstkomandi. Við sama tækifæri er ráðgerð tilraunabirting á fyrsta bráðabirgðamati á fjölda gistinátta á hótelum í mars 2020.

Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Áætlun fyrir gistinætur utan hefðbundinnar gistináttatalningar byggist á niðurstöðum úr landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einnig er byggt á gögnum úr gistináttagrunni Hagstofunnar að teknu tilliti til upplýsinga um virðisaukaskattskylda veltu frá Airbnb og bílaleigum sem leggja áherslu á útleigu viðverubúinna húsbíla. Þær aðferðir sem beitt er við áðurnefnda áætlun eru í þróun innan Hagstofu Íslands. Tölur sem birtar eru um ógreiddar gistinætur og gistinætur sem miðlað er í gegnum vefsíður eru því bráðabirgðatölur og geta tekið breytingum með hliðsjón af bættum upplýsingum og aðferðum. Við landsvæðaskiptingu þessara talna er stuðst við vefskröpun og gögn úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Frekari lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.

Allar tölur frá og með 2019 eru bráðabirgðatölur nema gistináttatölur hótela, en fyrir þau eru bráðabirgðatölur fyrir febrúar 2020.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.