Greiddar gistinætur á öllum tegundum gististaða í janúar síðastliðnum drógust saman um 89% samanborið við janúar 2020. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 90%, um 88% á gistiheimilum og um 76% á öðrum tegundum skráðra gististaða (farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.).

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 57.000 í janúar en þær voru um 495.000 í sama mánuði árið áður. Um 78% gistinátta voru skráðar á Íslendinga, eða um 44.000, en um 22% á erlenda gesti eða um 13.000 nætur. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 36.000, þar af 29.400 á hótelum.

Þar sem landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands liggur niðri, vegna mikillar fækkunar brottfara frá Keflavíkurflugvelli, var ekki unnt að áætla fjölda erlendra gistinátta á stöðum sem miðla heimagistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður en þær voru um 61.000 í janúar 2020.

Framboð hótelherbergja í janúar minnkaði um 44% frá janúar 2020. Herbergjanýting á hótelum var 9,3% og dróst saman um 39,7 prósentustig frá fyrra ári.

Framboð og nýting hótelherbergja í janúar
  Herbergjafjöldi á hótelum í janúar Herbergjanýting hótela í janúar
2020 2021 % 2020 2021 prst
Alls10.7276.048-43,6%49,1%9,3%-39,7
Höfuðborgarsvæði5.4082.552-52,8%66,5%9,4%-57,1
Suðurnes956746-22,0%48,0%13,7%-34,3
Vesturland og Vestfirðir812468-42,4%20,7%3,4%-17,3
Norðurland994655-34,1%14,4%12,8%-1,5
Austurland268214-20,1%18,3%4,9%-13,4
Suðurland2.2891.413-38,3%37,2%8,0%-29,3

Gistinætur á hótelum í janúar voru 29.400 og dróst hótelgisting í mánuðinum saman á milli ára í öllum landshlutum. Mestur var samdrátturinn á höfuðborgarsvæðinu þar sem gistinóttum í janúar fækkaði úr 198.100 í 12.400 á milli ára eða um 94%. Á sama tíma dróst framboð hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu saman um 53% á milli ára um leið og herbergjanýting féll um 57 prósentustig og var hún 9,4% í janúar. Minnstur samdráttur var á Norðurlandi, þar sem gistinóttum fækkaði um 35% og herbergjanýting dróst saman um 1,5 prósentustig frá janúar 2020.

Gistinætur á hótelum
  Janúar   Febrúar-janúar  
2020 2021 % 2019-2020 2020-2021 %
Alls291.12829.420-904.552.1271.226.668-73
Höfuðborgarsvæði198.10912.431-942.522.335542.239-79
Suðurnes27.6404.731-83403.60094.090-77
Vesturland og Vestfirðir9.062868-90248.940111.113-55
Norðurland7.2194.697-35335.358164.894-51
Austurland2.450432-82119.17952.796-56
Suðurland46.6486.261-87922.715261.536-72
Þjóðerni
Íslendingar30.38422.991-24445.291529.20119
Erlendir gestir260.7446.429-984.106.836697.467-83

Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í janúar drógust saman um 98% á milli ára en íslenskum gistinóttum fækkaði um 24%. Gistinætur Íslendinga voru 23.000, eða 78% af hótelgistinóttum, á meðan erlendar gistinætur voru 6.400 eða 22%.

Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Eins og fyrr greinir koma fáar brottfarir frá Keflavíkurflugvelli í veg fyrir öflun gagna fyrir landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands og liggur hún því niðri þar til aðstæður breytast. Á meðan eru ekki birtar áætlaðar tölur um gistinætur utan hefðbundinnar gistináttaskráningar. Lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.

Allar tölur fyrir 2020 og 2021 eru bráðabirgðatölur nema gistináttatölur hótela en fyrir þær eru bráðabirgðatölur fyrir janúar 2021. Áætlun fyrir aðrar tegundir gististaða en hótel er um þessar mundir háð meiri óvissu en vanalega fyrir tilstilli örra breytinga á framboði og nýtingu og því er rétt að taka þeim tölum með sérstökum fyrirvara þar til endanlegar tölur liggja fyrir. Verið er að yfirfara tölur um gistinætur fyrir árið 2020.

Talnaefni