Greiddum gistinóttum á öllum tegundum gististaða í júlí 2021 fjölgaði um 26% samanborið við júlí árið á undan. Þar af fjölgaði gistinóttum á hótelum um 67%, um 28% á gistiheimilum og um 14% á öðrum tegundum skráðra gististaða (tjaldsvæðum, orlofshúsum o.s.frv.). Í samamburði við júlí 2019 hefur gistinóttum hins vegar fækkað um 30%. Þar af nemur fækkunin um 26% á hótelum, 13% á gistiheimilum og 11% á öðrum tegundum gististaða.
Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 1.095.000 í júlí en þær voru um 869.000 í sama mánuði árið áður. Íslenskar gistinætur voru um 48% gistinátta, eða um 523.000, en erlendar 52% eða 572.000. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 561.000 (þar af 378.000 á hótelum) og um 534.000 á öðrum tegundum skráðra gististaða (tjaldsvæðum, orlofshúsum o.s.frv.).
Framboð hótelherbergja í júlí jókst um 15% frá júlí 2020. Herbergjanýting á hótelum var 69,4% og jókst um 21,9 prósentustig frá fyrra ári.
Gistinætur á hótelum í júlí voru 378.000 og jókst hótelgisting í mánuðinum í öllum landshlutum. Mest var hlutfallsleg aukning á Suðurnesjum, þar sem gistinætur tæplega þrefölduðust, og á höfuðborgarsvæðinu þar sem var 146% aukning.
Gistinætur, framboð og nýting á hótelum | ||||||
Júlí | Ágúst - júlí | |||||
Gistinætur á hótelum | 2020 | 2021 | % | 2019-2020 | 2020-2021 | % |
Alls | 226.413 | 378.027 | 67% | 3.176.776 | 1.166.883 | -63% |
Höfuðborgarsvæði | 59.781 | 147.123 | 146% | 1.729.142 | 433.713 | -75% |
Suðurnes | 11.502 | 31.000 | 170% | 262.408 | 107.071 | -59% |
Vesturland og Vestfirðir | 27.361 | 33.679 | 23% | 192.205 | 116.941 | -39% |
Norðurland | 51.472 | 55.531 | 8% | 257.864 | 193.206 | -25% |
Austurland | 17.715 | 20.533 | 16% | 90.255 | 51.878 | -43% |
Suðurland | 58.582 | 90.161 | 54% | 644.902 | 264.074 | -59% |
Þjóðerni | ||||||
Íslendingar | 132.188 | 122.986 | -7% | 527.441 | 609.359 | 16% |
Erlendir gestir | 94.225 | 255.041 | 171% | 2.649.335 | 557.524 | -79% |
Herbergjafjöldi á hótelum í júlí | Herbergjanýting hótela í júlí | |||||
Framboð og nýting hótelherbergja | 2020 | 2021 | % | 2020 | 2021 | prst |
Alls | 8.442 | 9.738 | 15% | 47,5% | 69,4% | 21,9 |
Höfuðborgarsvæði | 3.184 | 3.994 | 25% | 34,6% | 67,8% | 33,2 |
Suðurnes | 670 | 871 | 30% | 30,3% | 64,6% | 34,3 |
Vesturland og Vestfirðir | 866 | 912 | 5% | 54,1% | 64,2% | 10,1 |
Norðurland | 1.213 | 1.221 | 1% | 74,5% | 79,8% | 5,3 |
Austurland | 417 | 439 | 5% | 73,3% | 82,0% | 8,7 |
Suðurland | 2.092 | 2.301 | 10% | 49,0% | 68,2% | 19,2 |
Gistinætur Íslendinga voru 123.000, eða 33% af hótelgistinóttum, á meðan erlendar gistinætur voru 255.000 (67%). Erlendum gistinóttum fjölgaði um 171% á meðan íslenskum fækkaði um 7%.
Á tólf mánaða tímabili, frá ágúst 2020 til júlí 2021, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 1.167.000 sem er 63% fækkun frá sama tímabili ári áður. Mest var fækkunin á höfuðborgarsvæðinu eða 75%.
Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands fór aftur af stað í júní eftir nokkurt hlé. Í undirbúningi er að endurmeta aðferðafræði við áætlun gistinátta utan hefðbundins gistináttamarkaðar og er ráðgert að taka upp áætlun á fjölda gistinátta á stöðum sem miðla heimagistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður að nýju á komandi vetri.
Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.
Allar tölur fyrir 2021 eru bráðabirgðatölur nema gistináttatölur hótela þar sem bráðabirgðatölur eru fyrir júlí 2021. Áætlun fyrir aðrar tegundir gististaða en hótel er um þessar mundir háð meiri óvissu en vanalega fyrir tilstilli örra breytinga á framboði og nýtingu og því er rétt að taka þeim tölum með sérstökum fyrirvara þar til endanlegar tölur liggja fyrir.