Greiddar gistinætur á öllum tegundum gististaða í október 2021 nærri sjöfölduðust samanborið við október árið á undan. Þar af rúmlega nífölduðust þær á hótelum og fjórfölduðust á gistiheimilum og öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús o.s.frv.). Í samanburði við október 2019 hefur gistinóttum hins vegar fækkað um 16%. Þar af nemur fækkunin um 13% á hótelum, 34% á gistiheimilum og 11% á öðrum tegundum gististaða.
Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 551.000 í október en þær voru um 84.000 í sama mánuði árið áður. Íslenskar gistinætur voru um 27% gistinátta eða um 146.000 en voru 50.000 í fyrra. Um 73% gistinátta voru erlendar eða um 405.000 en voru 34.000 fyrir ári síðan. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 424.000 (þar af 360.300 á hótelum) og um 127.000 á öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús o.s.frv.).
Framboð hótelherbergja í október jókst um 44% frá október 2020. Herbergjanýting á hótelum var 62,2% og jókst um 51,4 prósentustig frá fyrra ári.
Gistinætur á hótelum í október voru 360.300 og jókst hótelgisting í mánuðinum í öllum landshlutum. Mest var hlutfallsleg aukning á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.
Gistinætur, framboð og nýting á hótelum | ||||||
Október | Nóvember - október | |||||
Gistinætur á hótelum | 2020 | 2021 | % | 2019-2020 | 2020-2021 | % |
Alls | 38.778 | 360.281 | 829% | 2.079.958 | 2.052.039 | -1% |
Höfuðborgarsvæði | 14.033 | 191.554 | 1265% | 1.127.470 | 882.902 | -22% |
Suðurnes | 6.826 | 35.158 | 415% | 156.085 | 193.359 | 24% |
Vesturland og Vestfirðir | 4.042 | 21.112 | 422% | 137.430 | 168.914 | 23% |
Norðurland | 5.342 | 28.875 | 441% | 189.437 | 266.938 | 41% |
Austurland | 1.381 | 7.896 | 472% | 60.837 | 77.997 | 28% |
Suðurland | 7.154 | 75.686 | 958% | 408.699 | 461.929 | 13% |
Þjóðerni | ||||||
Íslendingar | 26.998 | 94.898 | 252% | 578.850 | 751.174 | 30% |
Erlendir gestir | 11.780 | 265.383 | 2153% | 1.501.108 | 1.300.865 | -13% |
Herbergjafjöldi á hótelum í október | Herbergjanýting hótela í október | |||||
Framboð og nýting hótelherbergja | 2020 | 2021 | % | 2020 | 2021 | prst |
Alls | 7.551 | 10.886 | 44% | 10,8% | 62,2% | 51,3 |
Höfuðborgarsvæði | 3.032 | 5.112 | 69% | 10,2% | 72,1% | 61,9 |
Suðurnes | 853 | 989 | 16% | 19,3% | 66,4% | 47,1 |
Vesturland og Vestfirðir | 687 | 857 | 25% | 11,0% | 43,9% | 32,9 |
Norðurland | 874 | 1.233 | 41% | 11,8% | 46,4% | 34,6 |
Austurland | 251 | 392 | 56% | 12,9% | 37,1% | 24,2 |
Suðurland | 1.854 | 2.303 | 24% | 7,2% | 57,9% | 50,6 |
Gistinætur Íslendinga voru 94.900, eða 26% af hótelgistinóttum, á meðan erlendar gistinætur voru 265.000 (74%).
Á tólf mánaða tímabili, frá nóvember 2020 til október 2021, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 2.052.000 sem er 1% fækkun frá sama tímabili ári áður. Aukning var í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem gistinóttum fækkaði um 22%.
Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands fór aftur af stað í júní eftir nokkurt hlé. Í undirbúningi er að endurmeta aðferðafræði við áætlun gistinátta utan hefðbundins gistináttamarkaðar og er ráðgert að taka upp áætlun á fjölda gistinátta á stöðum sem miðla heimagistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður að nýju að áliðnum vetri.
Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.
Allar tölur fyrir 2021 eru bráðabirgðatölur nema gistináttatölur hótela þar sem bráðabirgðatölur eru fyrir október 2021. Áætlun fyrir aðrar tegundir gististaða en hótel er um þessar mundir háð meiri óvissu en vanalega fyrir tilstilli örra breytinga á framboði og nýtingu og því er rétt að taka þeim tölum með sérstökum fyrirvara þar til endanlegar tölur liggja fyrir.