Gistinætur það sem af er ári eru 7.860.000 sem er um 79% aukning frá fyrra ári og 3% aukning frá metárinu 2018 þegar þær voru 7.506.800.
Gistinætur á skráðum gististöðum voru um 715.500 í október síðastliðnum og er það aukning um 33% frá fyrra ári. Gistinætur erlendra ferðamanna voru um 80% gistinátta, eða um 570.600, sem er 44% aukning frá fyrra ári (396.800). Gistinætur Íslendinga voru um 144.900 sem er 2% aukning frá fyrra ári. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 560.000, þar af 469.900 á hótelum og um 155.500 á öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús, tjaldsvæði o.s.frv.).
Gistinætur á hótelum í október voru 469.900 og jókst hótelgisting í öllum landshlutum samanborið við október 2021. Gistinætur erlendra ferðamanna voru 379.500, eða 81% af hótelgistinóttum, á meðan gistinætur Íslendinga voru 90.400 (19%). Gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði um 43% á meðan þeim fækkaði um 4% hjá Íslendingum.
Á tólf mánaða tímabili, frá nóvember 2021 til október 2022, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.483.000 sem er rúmlega tvöfalt meira en á sama tímabili árið áður. Aukning var í öllum landshlutum á þessu tímabili.
Framboð hótelherbergja í október jókst um 5% frá október 2021. Herbergjanýting á hótelum var 73,1% og jókst um 11,3 prósentustig frá fyrra ári.
Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.
Allar tölur fyrir 2022 eru bráðabirgðatölur nema gistináttatölur hótela þar sem bráðabirgðatölur eru fyrir október 2022. Áætlun fyrir aðrar tegundir gististaða en hótel er um þessar mundir háð meiri óvissu en vanalega fyrir tilstilli örra breytinga á framboði og nýtingu og því er rétt að taka þeim tölum með sérstökum fyrirvara þar til endanlegar tölur liggja fyrir.