FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 07. OKTÓBER 2015

Gistinætur á hótelum í ágúst voru 336.700 sem er 17% aukning miðað við ágúst 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 92% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 19% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 2%.

Flestar gistinætur á hótelum í ágúst voru á höfuðborgarsvæðinu eða 187.600 sem er 19% aukning miðað við ágúst 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 56.000. Erlendir gestir með flestar gistinætur í ágúst voru; Bandaríkjamenn með 66.700, Þjóðverjar með 61.450 og Bretar með 31.100 gistinætur.

Á tólf mánaða tímabili september 2014 til ágúst 2015 voru gistinætur á hótelum 2.605.003 sem er fjölgun um 18% miðað við sama tímabil ári fyrr.

85% nýting herbergja á hótelum í ágúst 2015
Nýting herbergja var best á höfuðborgarsvæðinu í ágúst eða um 88%. Nýting hótelherbergja var lægst á Norðurlandi eða um 77%.  Athygli er vakin á því að tölur yfir nýtingu herbergja og rúma hafa verið uppfærðar aftur til 2013.

Gistinætur á hótelum
  Ágúst   September - ágúst  
  2014 2015 % 2013-2014 2014-2015 %
             
Alls 287.649 336.674 17 2.213.932 2.605.003 18
Höfuðborgarsvæði 157.659 187.570 19 1.490.743 1.717.084 15
Suðurnes 15.858 15.499 -2 103.254 124.525 21
Vesturland og Vestfirðir 17.042 21.881 28 94.793 119.675 26
Norðurland 29.376 32.657 11 165.063 177.443 8
Austurland 17.565 23.080 31 81.223 96.846 19
Suðurland 50.149 55.987 12 278.856 369.430 32
             
Íslendingar 26.870 27.333 2 344.942 328.837 -5
Erlendir gestir 260.779 309.341 19 1.868.990 2.276.166 22

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.