Gistinætur á hótelum í ágúst voru 433.000 sem er 24% aukning miðað við ágúst 2015. Gistinætur erlendra gesta voru 93% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 25% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 15%.
Flestar gistinætur á hótelum í ágúst voru á höfuðborgarsvæðinu eða 232.800 sem er 22% aukning miðað við ágúst 2015. Um 54% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 68.500. Erlendir gestir með flestar gistinætur í ágúst voru: Bandaríkjamenn með 96.000, Þjóðverjar með 79.600 og Bretar með 40.300 gistinætur.
Á tólf mánaða tímabili frá september 2015 til ágúst 2016 voru gistinætur á hótelum 3.389.000 sem er 29% aukning miðað við sama tímabil árið áður.
92,0% nýting herbergja á hótelum í ágúst 2016
Nýting herbergja var best á Suðurnesjum í ágúst eða um 96,3%. Einnig var yfir 90% nýting á höfuðborgarsvæðinu (93,6%) og á Austurlandi (93,3%).
Gistinætur á hótelum | ||||||
Ágúst | September - ágúst | |||||
2015 | 2016 | % | 2014-2015 | 2015-2016 | % | |
Alls | 349.010 | 433.028 | 24 | 2.635.802 | 3.389.009 | 29 |
Höfuðborgarsvæði | 190.904 | 232.805 | 22 | 1.723.853 | 2.197.333 | 27 |
Suðurnes | 16.621 | 20.455 | 23 | 126.938 | 152.956 | 20 |
Vesturland og Vestfirðir | 19.973 | 28.206 | 41 | 117.767 | 157.182 | 33 |
Norðurland | 34.369 | 49.964 | 45 | 180.863 | 253.996 | 40 |
Austurland | 25.275 | 33.121 | 31 | 105.073 | 150.434 | 43 |
Suðurland | 61.868 | 68.477 | 11 | 381.308 | 477.108 | 25 |
Íslendingar | 27.755 | 31.878 | 15 | 329.824 | 357.134 | 8 |
Erlendir gestir | 321.255 | 401.150 | 25 | 2.305.978 | 3.031.875 | 31 |
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.