Gistinætur á hótelum í apríl voru 227.400 sem er 29% aukning miðað við apríl 2015. Gistinætur erlendra gesta voru 83% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 30% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 24%.

Flestar gistinætur á hótelum í apríl voru á höfuðborgarsvæðinu eða 154.800 sem er 25% aukning miðað við apríl 2015. Um 68% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 29.700. Erlendir gestir með flestar gistinætur í apríl voru: Bandaríkjamenn með 50.800, Bretar með 45.000 og Þjóðverjar með 16.000 gistinætur.

Á tólf mánaða tímabili frá maí 2015 til apríl 2016 voru gistinætur á hótelum 3.095.600 sem er 27% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

59,2% nýting herbergja á hótelum í apríl 2016
Nýting herbergja var best á höfuðborgarsvæðinu í apríl eða um 72,4%.

Gistinætur á hótelum
  Apríl   Maí - apríl  
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Alls 175.798 227.413 29 2.427.990 3.095.592 27
Höfuðborgarsvæði 123.906 154.823 25 1.626.280 2.031.132 25
Suðurnes 8.956 9.436 5 118.045 145.673 23
Vesturland og Vestfirðir 5.975 7.627 28 105.787 128.849 22
Norðurland 10.299 19.656 91 167.242 207.876 24
Austurland 3.478 6.221 79 79.270 128.255 62
Suðurland 23.184 29.650 28 331.366 453.807 37
             
Íslendingar 29.822 37.088 24 334.356 344.900 3
Erlendir gestir 145.976 190.325 30 2.093.634 2.750.692 31

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni