FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 26. FEBRÚAR 2016


Gistinætur á hótelum í janúar voru 193.200 sem er 20% aukning miðað við janúar 2015. Gistinætur erlendra gesta voru 87% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 20% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgar um 22%.

Flestar gistinætur á hótelum í janúar voru á höfuðborgarsvæðinu eða 156.100 sem er 22% aukning miðað við janúar 2015. Um 80% gistinátta var á höfuðborgarsvæðinu. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 16.900. Erlendir gestir með flestar gistinætur í janúar voru; Bretar með 68.500, Bandaríkjamenn með 37.900 og Þjóðverjar með 12.500 gistinætur.

Á tólf mánaða tímabili febrúar 2015 til janúar 2016 voru gistinætur á hótelum 2.879.400 sem er 23% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

49% nýting herbergja á hótelum í janúar 2016
Nýting herbergja var best á höfuðborgarsvæðinu í janúar eða um 68%.

Gistinætur á hótelum
  Janúar    Febrúar - janúar  
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Alls 160.833 193.176 20 2.348.625 2.879.402 23
Höfuðborgarsvæði 127.533 156.149 22 1.583.964 1.884.228 19
Suðurnes 6.336 7.835 24 111.121 136.976 23
Vesturland og Vestfirðir 5.180 3.901 -25 102.987 124.829 21
Norðurland 4.787 6.011 26 166.598 189.261 14
Austurland 885 2.456 178 77.898 118.619 52
Suðurland 16.112 16.824 4 306.057 425.489 39
             
Íslendingar 20.505 25.033 22 339.750 326.048 -4
Erlendir gestir 140.328 168.143 20 2.008.875 2.553.354 27

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.